Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 151
IÐUNN
Ferhendur.
145
mála eigum viö pá að gera með okkur?« Við svöruðum, að
hann skyldi ráða honum. »Jæja þá«, sagði hann, »við skul-
um lieita þvi, að hver okkar sem happ hiýtur, skuldbindi
sig til að skifta þvi jafnt milli allra, og haldi hann engu
eftir, er lieita megi, að hann standi liinum betur að vígi«.
»Svo skal vera«, svöruðum við báðir og bundum við þetta
fastmælum. Árin Iiðu. Eg fór frá Naishápúr til Transaxiana
og ferðaðist til Ghazhi og Gabui; er ég kom aftur, hlaut
ég embætti, steig í tigninni og varð ráðgjafi á stjórnarárum
Alp Arsláns soldáns.
Hann segir svo frá þvi, að eftir nokkur ár hafi báðir liinir
gömlu skólabræður hans haft upp á honum. Ráðgjafinn
var drenglyndur og stóð við loforð sín. Hann útvegaði
Hasan stöðu við stjórnarstörfin, en hann lét sér ekki nægja
að hækka smám saman i tigninni, lieldur hætti sér út í
launráð og undirróður hinnar austrænu liirðar. Reyndi
hann á hinn auvirðilegasta hátt að rægja velgerðamann
sinn og llæma liann brott, en brást þar bogalistin, hlaut
af svívirðing og veltist úr embættinu. Eftir mörg óhöpp og
mikinn flæking gerðist Hasan foringi Ismailiana, hinna
mestu spellvirkja.
Omar Khayyam kom líka til ráðgjafans og krafðist síns
liluta; en hvorki baðst hann embættis né nafnbóta.
»Stærsti greiðinn, sem þú getur gert mér«, sagði hann, »er
sá að leyfa mér að hírast í einhverju því horni, sem skugga
hamingju þinnar ber yfir, til þess að dreifa út kostum
vísindanna og biðja þér langra og blessunarrikra lífdaga«.
Er ráðgjafinn sá, að Omari var bæn þessi alvara, þá bauð
liann honum ekkert frekar, en veitti lionum árlega 1200
mithkáls í gulli úr ríkisféhirzlunni í Naishápúr.
Eftir því sem ráðgjafinn segir, lifði Omar og dó i Nais-
hápúr. Varði liann öllum sínum stundum til að auka
þekking sina á öllum sviðum. Einkum lagði hann stund á
stjörnufræði og náði þar mikilli þekkingu. Á stjórnarárum
Malik Shah kom hann til Merv og var þar lofaður mjög
fyrir visindi sin; lét soldáninn honum hylli sína í té í
ríkum mæli.
Er Malik Sliah ákvað að bæta timatalið, var Omar einn
af þeim átta, sem það var á hendur falið. Peir gerðu hið
Iðunn VII.
10