Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 100
94
Freysteinn Gunnarsson:
ÍHUNM'
skýrslur um þelta við hendina, en ganga má að því
vísu, að stóriðnaðurinn hefir með öllum sínum fram-
förum og hamhlaupum tekið fleiri en ekki færri í
sína þjónustu nú á síðustu fimm árum. En um leið
og vélaiðnaðurinn óx hefir handiðnaðurinn minkað
að sama skapi. Margar greinar hans hafa með öllu
horfið inn í vélaiðnaðinn.
Jarðyrkjan, sem áður var aðalatvinnuvegur Svía
hefir einnig fengið skæðan keppinaut, þar sem stór-
iðnaðurinn er. Því til sönnunar má henda á, að fyr-
ir 40 — 50 árum voru nálægt s/i landsbúa jarðyrkju-
menn, en nú ekki helmingur. Þrátt fyrir þetta liefir
jarðyrkjunni farið fram. Bætt áhöld, auknar vélar og
ýinsar endurbætur á vinnuaðferðum hafa valdið stór-
framförum á því sviði, og þar með vegið upp á móti
því, sem jarðyrkjan hefir mist af vinnukrafti yfir til
stóriðnaðarins. En þessi vélahjálp, sem jarðyrkjan
liefir þegið, leiðir aftur til þess, að hún verður iðn-
aði og verzlun háðari en hún áður var. Og sama er
að segja um aðra atvinnuvegi. Áhrif vélaiðnaðarins
ná yfir alt. Allir atvinnuvegir Jandsins verða meira
og minna hverjir öðrum háðir innbyrðis og um Ieið
vex samkepnin. Að því styðja líka auknar og bættar
samgöngur að miklum mun.
En afleiðingin af þessu öllu saman verður sú, að
gera verður hærri kröfur til hvers einstaklings bæði
um verklega þekkingu og hagsýni í fjármálum. En
um leið og þær kröfur aukast, verður það blátt áfram
lífsskilyrði, að geta nppfylt þær. IJeir sem dragast
aftur úr eru dauðadæmdir.
En nú ber þess að geta, að um leið og vélaiðnað-
urinn fær yfirtökin, verður það margfalt erfiðara
fyrir einstaklingana að aíla sér þeirrar verklegu þekk-
ingar, sem með þarf. Áður réðist lærlingurinn til
handiðnamannsins og lærði þar iðn sína frá upphafi
til enda. Slíkt getur naumast átt sér stað, þar sem>