Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 109
IÐUNN
Alpj'ðuskólar í Svípjóð.
103
magnsiðnaður, vefnaðarvöruiðnaður og ýmisskonar
véla- og handiðnaður. Ennfremur fiskiveiðar, verzl-
un o. fl. Loks eru sérskólar fyrir stúlkur, þar sem
aðalefnið er almenn heimilisstörf og ýmsar kvenleg-
ar íþróttir. Annars eru skólar þessir samskólar fyrir
pilla og stúlkur, þar sem því verður við komið. Svo
er t. d., þar sem um iðnað er að ræða, sem stund-
uður er bæði af körlum og konum. Auk þess eru
allir almennu framhaldsskólarnir samskólar, svo fram-
arlega sem ekki er sérskóli fyrir stúlkur í fræðsluhér-
aðinu.
Til þess að greining skólanna nái tilgangi sínum,
verður ekki hjá því komist, að í sumum fræðsluhér-
uðum séu fleiri en einn skóli. Tökum til dæmis sveita-
hérað, þar sem verksmiðjuiðnaður er. Þar veröur að
vera bæði jarðyrkjuskóli og iðnaðarskóli, þar sem til
þess er ætlast, að hver af þessum skólurn taki að
eins eina atvinnugrein til meðferðar. Að undanskild-
um stærri bæjum mun þó atvinnuvegur hvers fræðslu-
héraðs ekki vera svo margþætlur að greina þurfi
sundur framhaldsskólann.
Eins og áður er sagt er kenslan i slcólum þessum
bæði munnleg og verkleg. Til munnlegu kenslunnar
heyrir meðal annars almenn þekking á atvinnugrein
þeirri, sem um er að ræða, vinnuaðferðum, verkfær-
um og öðrum bjálparmeðulum, sem þar mega að
gagni koma. Auk þess þær greinar náttúrufræðinnar,
sem standa í sambandi við atvinnugreinina. Enn-
fremur ýmislegt bæði hagfræðilegs og heilsufræðilegs
ufnis, sein þýðingu getur liaft á því sviði. Ef um
sérslakan iðnað er að ræða, þá ýmislegt um efnið,
sem notað er og uppruna þess, sömuleiðis um fram-
leiðslu og markað o. fl. Loks kemur ágrip af sögu
og framþróun atvinnuveganna.
Verklega kenslan, sem ef til vill verður frekar af
skornum skamti, er fólgin í vinnuæfingum, þar sem