Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 110
104
Freysteinn Gunnarsson:
IÐUNN
því verður við komið. Ef um sérstaka iðn er að
ræða, er það t. d. hugsanlegt að hafa verkstæði í
sambandi við skólann.
Af öllu þessu, sem nú hefir verið drepið Iauslega
á, ætti það að vera ljóst, að slík kensla getur haft
og hlýtur að hafa mikið gagnlegt gildi. Kröfurnar
um almenna þekkingu og andlegt uppeldi hvers ein-
staklings fara sífelt vaxandi. Þeim kröfum leitast
framhaldsskólarnir við að fullnægja og hafa í þeim
tilgangi tekið upp á starfsskrá sína almenn fræði,
svo sem þjóðfélagsfræði og móðurmálskenslu o. fl.
Kröfurnar um sérþekkingu á ýmsum sviðum fara
líka sifelt vaxandi. En nú er það aðalmarkmið fram-
haldsskólanna að fullnægja þeim kröfum. Þar að
stefnir sundurgreining þeirra eftir staðháltum og at-
vinnuvegum. Hér fer því saman það, sein mest á
ríður hverjum manni, almenn uppfræðsla og nytsöin
þekking, samfara sérstökum undirbúningi undir ævi-
starfið.
V.
Eins og áður var tekið fram, eru framhaldsskól-
arnir einn liður i samfeldu skólakeríi. Þeir taka við
af barnaskólunum og ná að jafnaði yfir aldursskeið-
ið frá 13—15 ára. í beinu framhaldi af þeim koma
svonefndir lærlingaskólar og skal þeim lýst hér með
örfáum orðum.
Tilgangur lærlÍDgaskólanna er sá, að veita ung-
lingurn, sem fengið hafa stöðu við handiðn, vélaiðn,
verzlun eða einhverja aðra atvinnugrein, kost á að
afla sér bóklegrar fræðslu eða þekkingar í þeirri at-
vinnugrein, sem um er að ræða.
Kenslutíminn er 6—12 stundir á viku í 8—9 mán-
uði á ári í 2 ár. Er svo til ællast, að nemendurnir
geti notið þeirrar kenslu án þess að slá slöku við
atvinnu sína.