Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 37
iðunn Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins.
31
slikum ofskynjunum. Pó skal ég ekki neita því, að
að baki upprisu-sýnunum kunni að dyljast einhver
bein andleg áhrif á þá, sem lifðu í Kristi, því ég
trúi því, að Kristur hafi lifað og lifi. En þetta er
alt annað en að trúa á upprisu Krists likama sem
sögulega staðreynd.
það sem nú hetir verið sagt um kraftaverkin, tek-
ur mjög til hinnar gömlu hugmyndar manna um
sjálfa opinberunina, þar sem hún á að vera krafta-
verk, og hlýtur þvi hæði að vera gefin og að birtast
svo í náttúrunni og sálarlííinu. En slíkum skilningi
á opinberuninni geta menn ekki lengur haldið fram,
heldur verður að setja annan dýpri i hans stað.
Spyrji menn, hvaða áhrif náttúruvísindin hafi haft
i trúarlegu tilliti, má segja, að þau haíi merkilega
takmarkað bæði lífssvið og sannanasvið trúarinnar,
þar sem þau hafa fyrir fult og alt visað trúnni á
bug úr náltúrunni, til hins innra persónulega og sið-
ferðilega lífs einstaklingsins og þjóðfélagsins, en fyrst
og fremst niður í hugarfylgsni einstaklingsins, þar
sem allar hinar miklu trúarhetjur hafa leitað að guði
og fundið hann, jafnvel þótt það, sem sálin fann,
birtist þá í vitrunum, er þeir túlkuðu sem vitnis-
burð um einhvern ytri veruleika.
Þetta er þá að segja um aíleiðingar þær, sern
náttúruvisindin hafa haft, að því er hinar gömlu
trúarkenningar snerlir. En nú skal ég víkja máli
mínu að hinum nýrri sögu- og biblíurannsóknum.
2. Ekki hetir verið unt að einangra hinar vísinda-
legu rannsóknaraðferðir við veraldarsöguna. Menn
bafa einnig orðið að beita aðferðum sannleiksleilar-
innar við hin guðfræðilegu viðfangsefni og laga þær
í hendi sér .við rannsóknina á uppruna trúarbragð-
anna og þá sérstaklega sögu kristindómsins, er menn
fóru að gefa gaum að þeim trúarlega jarðvegi, sem
hann er sprottinn úr, aðdraganda hans í ritum