Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 147
IÐUNN’
Fórn frúarinnar.
141
Og hann fór að vilja hennar. Hann hafði fengið
festarpantinn og ef tii viil var það bezt, að hún sæti
alla ævina i festum.
Skömmu síðar sigldi hún til Hafnar, sér til heilsu-
hótar, og var þá ár utan. Síðan sendi hún frænku
sinni, sem hún bjó hjá, altaf peninga við og við í
ræktarskyni, og hún fékk myndir í staðinn. Margar
myndir af frænkunni, sem lágu frammi í glerskál-
inni, á viðhafnar-stofuborðinu, og aðrar, sem enginn
sá, og hún bar þær á brjóstinu. Að eins á svona
stundum, þegar enginn sér til, horfir hún á þær.
Það er saklaust barn, sem ennþá lilær af gleði, en
grætur ekki af sorg.
Það er — /órn frúarinnar.
24. marz 1921.
Stolin krækiber.
Frá Vesturheimi.
(Gaman þykir okkur hér vestra að tína upp krækiber
»Iðunnar«, hvernig svo sem pau eru fengin. Hér eru ein-
stöku kvistar, sem slík ber spretta á, og hefi ég tínt upp
örfá þeirra og sendi »Iðunni«. Ef henni þykir þau boðleg
lesendum, þá má hún útbýla þeim til gamans].
1. Pegar »Lögberg«, sem hafði verið einbeitt mótstöðublað
Borden-stjórnarinnar, snerist í lið með Borden, um her-
skyldumálið, þó það væri áður andstælt herskyldu, var
þetta kveðið:
»Lögberg« eygði snöp á snæ
sneri um fornu svuntunni