Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 66
60
Em. Linderholm:
ÍÐUNW
fetar þú ekki í fótspor hans? Hversvegna breytir þú
ekki eins og hann breytli?
Þegar mönnum er orðið þetta íyllilega ljóst, vænti
ég, að þetta verði upphaf nýrrar trúar, sem með
nýrri alvöru fari að starfa að því að gera menn
kristna í raun og sannleika, með því að gera þá
Krisls líka, og að þetta muni hafa það í för með
sér, að menn fari að lifa hver með öðrum réttlátu,
kærleiksríku lifi hér á jörðu. Það verður minni guð-
fræði og mælgi í þeim kristindómi, minna talað og
minni mærð, en meira af framferði Krists og inn-
ræti í þeim kristindómi. Því að þá verður þetta aðal-
atriðið í trúnni: Hvernig mundi Jesús hafa breytt^
ef hann einmitt nú hefði verið í þínum sporum?
Þannig hefir þá Guðs andi og kraftur opinberað
sig í manni, líkt og vér erum, en hvorki í engli né
neinskonar milli-veru milli guðs og manna, til þess
að vér getum allir orðið hluttakendur í þessum sama
anda og þessum sama krafti.
Eg sný mér nú að sérslakri hlið á lifi Jesú og lífs-
starfi. Eins og þegar heiir verið drepið á, hafa menn
í gömlu guðfræðinni séð höfuð-tilganginn ineð kvöl
og dauða Jesú og oft jafnvel með öllu lífi hans og
starfi í kenningunni um fridþœginguna, sem álti að
vera svo sem til að blíðka Guð. En eins og vér þeg-
ar höfum séð, hefir sá hinn nýi skilningur á mann-
eðlinu, sem hér er haldið fram, slegið stryki yfir
sjálf skilyrðin fyrir þessari lcenningu um friðþæg-
ingu fyrir dauðann á krossinum. En nú er eftir að
sýna, að kenning þessi stendur í mótsögn við það,
sem haldið er fram af spámönnunum og þó einkum
við sjálft fagnaðarerindi Jesú.
Kenningin um friðþæginguna við Guð, svo sem
skilyrði fyrir miskunn hans og fyrirgefningu, er yfir-
stigin á báðum hátindum opinberunarinnar í ritning-
unni. Ég segi hátindum. Því ekki er alt í rilningunni