Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 82
76
Era. Linderholm:
IÐUNN-
að líkama Iírists og blóði. Mönnum kann að þykja
full-íreklega til orða tekið að segja, en það verður
að segjast: Væri það ekki hræðilegt, ef þessi erfi-
kenning um kvöldmáltíðina væri sönn? — Að eta
líkama Krists og drekka blóð hans! Eta og drekka
guðdóminn! Og er það ekki furðulegt, að svo villi-
mannalegar trúarhugmyndir skuli hafa getað varðveizt
jafnvel í kirkjutrú andmælenda? það er sama, þótt
menn reyni að leggja eins andlega meikingu í þetta
og unt er. Þetta eru orð og hugmyndir, sem vekja
ótilhlýðilegar hugrenningar og ekki er unt að bæta úr.
Vér vitum ekki með vissu, hvað Jesús sagði, er
hann innsetti máitíð hins nýja sáttmála síðustu nótt-
ina. En svo mikið mun mega fullyrða, að þetta var
ekkert sakramenti í seinni merkingu orðs þessa.
Hefir þegar verið drepið á, hversu þessi orð Jesú,
sem koma fyrst fyrir hjá Páli postula í I. Kor. 11,
smáþroskast upp í það að verða að (ullkomnum sa-
kramentis-formála, þangað til hann er búinn að ná
sinni föstustu mynd í Mattheusar guðspjalli. Svo
mikið má þó ef til vill segja, að innsetningarorðin
gefa í skyn, að þetta eigi að vera minningarmáltíð,
er komi í stað máltíðar hins gamla sáttmála og páska-
lambsins. Pvi að skrifað stendur: — Gjörið þetta i
mína minningu!
Sjálfsagl er því að halda kvöldmáltíðinni, en sem
einskonar minningar-máltíð og ekkert annað, er minni
oss á kvöl Jesú og dauða, lífsferil hans og lífsstarf.
Og í þessari merkingu getur hún orðið mikils virði
fyrir söfnuðinn. Fámennið við altarisgöngurnar mælir
til vor hástöfum um það, hversu nauðsynlegt það sé
að lála hina heilögu kvöldmállíð fá þá merkingu, er
samsvari betur trúarhugmyndum og safnaðarlífi evan-
geliskrar trúar. Hversu helzt beri að breyta kvöld-
máltíðinni liið ytra, get ég ekki sagt hér, en mikið'
verður að breyta henni. þannig virðist liggja í aug-