Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 157
SÐUNN
Ferhendur.
151
Já, vor sem elur frjóva, fagra rós,
það fellir Jamsliijd og Kaikobað.1 2 3)
9. Þótt falli Kaikhosrú og Kaikobað,
þú Khayj^am gamla fylgja skalt af stað,
og fyrir oss má Rústum herja heim
og Hatim Tai laða gesti að.s)
10. Dvel með mér þar, sem eyðimörkin ein
frá akri skilst af hagans grænu rein;
og þar sem jafnt er þræls og þengils nafn
við þyljum harmljóð yfir krýndum svein.
11. Við lítinn brauðhleif, ljóðakver og vín
í limsins skugga, ef þar er ástin mín
að syngja ljóðin eyðimörku í,
mér auðnin likt og himnaríki skín!
12. Já, sumir völd í veröld hyggja á,
en vistir Paradísar aðrir þrá;
tak það sem gefst, en hirtu ekki um hitt,
ei liljómur fjarrar trumbu lokka oss má!8)
13. Lærðu af rós, er glöð mót sólu sér,
cr segir og hlær: »Eg rífa skal af mér
þann silkiskúf, er fjötrar fjársjóð minn
og fénu dreifa út um garðinn hér.
14. Sú heimsvon glæst, sem fólk í brjósti ber,
oft bregst sem tál, og þótt hún rætist, er
sem hverfult snæföl eyðimörku á,
sem aðeins glitrar stundarkorn og fer.
15. Þeir, sem á gulli fastast héldu í heim
og hinir eyðslugjörnu, er dreifðu seim,
1) Jamsliýd og Iíaikobad, konungar i Persiu.
2) Rustmn er Herltúles Persa. Hatim Tai, nafnfrægur fyrir gestrisni
sina.
3) Trumba, scm barin er fyrir liallardyrum