Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 79
iðunn Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins. . 73
var það og á dögum Jesú og á dögum Lúthers, og
svo mun það enn verða. Svo hefir það verið á öll-
um siðbótartímum, á meðan trúarbrögðin hafa verið
að breytast og taka stakkaskiftum; mörgum eða jafn-
vel flestum hefir fundist, að þau væru að leysast upp
og deyja, þar sem þau þó voru að verða andlegri
og dýpri. Ég líð þó ekki svo mjög önn fyrir leik-
mennina af öllum stéttum og misjafnlega mentaða.
Éví að margir eru þegar komnir nokkuð á leið með
sjálfum sér, án þess að láta á þvi bera. Alt myndi
ganga greitt og rólega, ef þeir fengju að eins að vera
í friði fyrir þessum boðberum hinnar gömlu trúar,
sem geta hvorki né vilja slíta sig frá því gamla, þar
sem það er orðið þeim svo samgróið, að þeir geta
ekki án þess verið. Og þeir munu ekki láta hjá líða
að tjá söfnuðunum það, að þetta sé hrein guðs-
afneitun og að fagnaðarerindi Jesú sé ekki nægilegt
til trúar.
En við þessu verður ekki gert. Þó ætla ég ekki
að láta niða af mér kristni-nafnið og engum skal
lánast að svifta mig þvi. Eg veit, á hvern ég trúi,
og ég ætla ekki að láta neinn hræða mig frá því að
aðhyllast fagnaðarerindið. líg hefi nú lifað á því
nógu lengi til þess að sannfærast um, að það nægir
og kemur mér auk þess í samband við alt það
bezla og göfugasta, sem nú lætur mest til sín taka.
Ekkert finst mér fagnaðarerindinu fremra og ekkert
lield ég að geti fremur gert oss alla að nýjum og
betri mönnum en fagnaðarerindið, er það afklæðist
öllum trúartötrunum og menn fá að líta það aftur
i sinni réttu mynd.
IV. Umbótakröfur.
Helztu kirkjulegu aðgerðirnar, er mér virðast nauð-
synlegar til þess að ráða fram úr trúarvandræðun-
um, eru þessar: