Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 150
IÐUNN
Omar Khayyam.
Omai' Ivhayyam var fæddur í Naishápúr i Khoras-
sán á siöari helmingi elleftu aldar e. Kr. og dó á fyrsta
íjórðungi tólftu aldar. Hin viöburöasnauða ævisaga hans
er cinkenuilega samantvjnnuð ævisögum tveggja annara
manna, er báðir voru nafnkunnir með þjóð sinni. Annar
þessara manna hét Hasan al Sabbáli, alræmdur illvirki og
morðingi, hinn, er segir sögu þeirra beggja, var Nizám al
Mulk, ráðgjafi soldánanna Alp Arslán og Malek Shah.
Ni/.ám ráðgjafi segir sögu þeirra á þessaleið: Einn hinn
spakasti allra spekinga i Ivhorassán var Imám Movailak í
Naishápúr, liið æruverðasta valmenni, — biö ég guð að
gieðja sál hans. Pessi ágæti maður varð hálf níræður. Pað
var almenn skoðun, aö hver sá piltur er læsi Kóraninn
eða stundaði erllkenningarnar hjá lionum, kæmist til
mannvirðinga og láns i liíinu. Pess vegna sendi taðir minn
mig frá Tús til Naishápúr að leggja þar stund á lærdóm
og mentir undir verndarvæng hins ágæta kennara. Hann
var mér góður og varð ég lionum handgenginn, tók við
hann trygð mikla og var fjögur ár i þjónustu hans. Er ég
kom fyrst til hans, voru þar fyrjr tveir nýkomnir lærisvein-
ar á mínu reki, Ifakím Omar Khayyam og liinn illræmdi
Ben Sabbáh, báðir gæddir miklum gáfum og líkams atgervi
Tókst brátt alúðar vinátta með okkur þremur. Pegar Imám
stóð upp frá kenslunni, komum við saman og þuldum hver
upp fyrir öðrum það, sem við höfðum heyrt í kenslu-
stundinni. Omar var fæddur í Naishápúr, en Ilasan Ben
Sabbáh var sonur Alis nokkurs, siðavands manns í öllu
dagfari, en blendins mjög í öllum trúarskoðunum.
Dag nokkurn segir Hasan við okkur Omar: »Sú er al-
inenn skoðun, að nemendur (máms Movaflak verði auð-
ugir; ef þelta rætist nú ekki á okkur öllum, hvaða sátt-