Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 122
116
Alex. Moszkowgki:
IÐIINN
og er sólin jafnan í öðrum brennideplinum, en reiki-
stjarnan hreyfist umhveríis sólina í sporbaugnum.
Þegar reikistjarnan er næst sólu, er hún sögð að
vera í »sólnánd« (perihelium), þeim depli sporbaugs-
ins, sem er næstur sólu, en sá depill er jafnan ann-
ar endadepill lengdaröxulsins. Þessi sólnándar-depill
breytir nú nokkuð stöðu sinni í rúminu. Hann flyzt
nokkuð áfram i sömu ált og farstjarnan eftir spor-
baugnum. Nú hefði athugun manna á flutningi sól-
nándar-depilsins átt að koma heim við útreikninga
þá, sem leiða mátti út af lögmálum Newtons. En
svo var ekki. Eftir varð ofurlitill afgangur, sem stjörnu-
fræðingarnir mældu út og nam 45 boga-sekúndum á
100 árum á Merkúrsbrautinni með svo sem 5 se-
lcúndum of eða van. I’að skakkaði því um 40—50
sekúndur á athugun og úlreikningi. Ef því útkoman
i hinum nýja útreikningi !á í milli 40—50 sekúndna,
var það talið sannað, að hin nýja kenning væri sú
eina rétta.
Og nú fór svo, sem Einstein liafði spáð. Utreikn-
ingurinn á flutningi sólnándar-depilsins á farbraut
Merkúrs na*m 43 boga-sekúndum á 100 árum, en það
kom alveg heim við alhuganir manna á hinum raun-
verulega flutningi hans. Revnslan staðfesti kenningu
Einsteins. Leverrier hafði bent á nýja, áður ókunna
stjörnu; Einstein benti á það, sem meira var: nýjan,
óyggjandi sannleika, þar sem hugsun manna og reynsla
féllust algerlega í faðma.
Og þetta sannleikspróf var svo nákvæmt, að það
eitt hefði mátt nægja til þess að færa fullar sönnur
á kenningu Einsleins. En ennþá afdrifaríkari og til-
komumeiri þótti þó önnur tilraun, sem ekki var unt
að framkvæma fyr en nokkrum árum síðar, en varð
þá líka svo mikilsverð, að hún er talin að ráða
aldahvörfum í sögu vísindanna.
Um sama leyti og Einstein var að fást við afbrigð-