Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 10
4
A. H. B.:
IÐDNN
Já, liafi aö eins eugil-röddin hlý
einu sinni kastað á þig kveöju,
óvildarmanninn elskar þú á ný.
Gæzku liennar Guð svo mikils metur,
að málvin hennar aldrei farist getur.
Hve má slík gæzka’ í moldarleirnum búa,
slík mildi’ og fegurð? — ástarguðinn tér;
en skilur, er hann skoðar hana ger,
að Gnð Iienni fgrir milrtu muni Irúa.--
Svona lýsir Dante ástmey sinni og svona heíir ásl
hans þegar helgað hana. Hún er að verða að þeirri
helgu veru — ímynd hinnar guðlegu áslar — sem í
»Guðdómlega leiknum« hefur mannssálina upp til
hæstu hæða. f*að er sýnilegt, að þessi engill í manns-
mynd, sem þegar í jarðlífi sínu eyðir öllu illu og helgar
alt með návist sinni, muni eiga mikið og dýrðlegt
verk fyrir höndum hinurn megin grafar, og að Guð
muni trúa henni fyrir miklu. Dante hefir þá að eins
órað fyrir því, hvað úr lienni kynni að verða. Eu að
hann hafi fundið til þessa, iná þó sjá á síðustu klið-
hendunni, sem hann yrkir eftir lát hennar, og er
hún á þessa leið:
Nú líður stunan upp til hæstu hæða
úr lireldu hjarta fram um sorgarhaf
á andans væng, sem ástin heit mér gaf,
angurhjúpuð, meðan sárin blæða.
Sem pílagrímur upp á efsta tindinn
er hún nú komin, setlu marki nær,
þar birtist lienni draumfrið, dýrðleg mær,
dagsljóma lijúpuð er þó töframyndin.
Um þessa sýn hún í svo lágum hljóðum,
svo undurblitt og þýðlega nú talar,
að sál mín hreld það vart fær heyrt né greint.