Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 143
IÐLNN
Fórn frúarinnar.
137
sem minst. Hún gleymir því, að bezta vinkona henn-
ar er skilin við hana fyrir fult og alt, orðin versti
óvinur hennar.
Hún hugsar ekkert um það; hún sér silki, grænt
silki í glugganum og man alt í einu eftir, að hún
þarf að fá sér nýtt »lif«. Þetta er farið að trosna,
enda orðið henni leitt. f*að er bezt að vita, hvorl
hún tær ekki rautt silki og hvað það kostar.
Skömmu síðar gengur hún heim keik og tíguleg.
Þriílegur og búlduleitur hrýlur heildsalinn í rúm*
inu fj'rir framan hana. Sjálf liggur hún á bakið með
krosslagðar hendurnar og draugur endurminninganna
heldur fj'rir henni vöku.
— En að hann skyldi nú segja þetla, þó hann
væri fullur. Og frú Jócsson vissi ekkert hvað hann
var að fara. En hún skildi það. —
Og draugurinn dregur enn einu sinni fram þessar
myndir sínar:
Sama árið og hún settist í fyrsta bekk Mentaskól-
ans, settist hann í fjórða bekk. Þær voru vanar því,
telpurnar, að leiðast um ganginn í frímínútum. Þá
stóð hann allaf í sliganum, með hendurnar i vösun-
um, og reyndi að horfa í augu hennar. Hann var
tvímælalaust talinn gáfaðasli pilturinn í skóla, en
hann var fátækur og illa til fara, einþykkur og ein-
rænn. Þessvegna var hún altaf afundin við hann og
þær hlóu að honurn, slelpurnar. Hún vildi ekkert
hafa með neinn »bóndadurg« að gera.
En í þrjú ár, dag eftir dag, stóð hann þarna í frí-
mínútunum og beið eftir henni með augunum. Og
hún fékk aldrei staðist að líta ekki til hans.
Svona var það líka alslaðar annarsslaðar.
Hvar sem hún gekk i bænum, átti hún það á hættu
að mæta þessum þögulu augum og geta aðeins kipr-