Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 123
JBDNN
Kinslein.
117
in á Merkúrsbrauliuni, fór hann að athuga ljósið og
komst að þeirri niðurstöðu, að sérhver ljósgeisli hlyti
að svigna nokkuð, er hann kæmist undir áhrif ein-
hvers þyngdarsviðs, t. d. í nánd við sólina. Þessi stað-
hæfing þótti nú nokkuð ævintýraleg; en maðurinn
var búinn að sýna sig að því, að hann færi ekki með
fleipur og bauðsl nú lækifæri til að sanna þella eða
afsanna við almyrkva þann á sólunni, sem átti að
verða 29. maí 1919. Við almyrkva sólar verða þær
sólir, sem næstar henni eru að sjá í himingeimnum,
sýnilegar jafnvel berum augum. t*á má ljósmynda
þær, en af fjariægð Ijósdeplanna á ljósmyndinni, sam-
anborið við hina raunvernlegu afstöðu fastastjarna
þessara til sólar, iná ráða, hvort geislarnir frá þeim
svigni nokkuð, er þeir fara fram lijá sólarhvelinu,
eins og Einstein hélt fram.
En þessu állu menn bágt með að trúa, og »heil-
brigð skynsemicc, sem helir það til siðs að gefa sjálfri
sér heiibrigðisvottorð silt, var i þann veginn að gera
uppreisn gegn þessari furðulegu staðhæfingu. Nú áttu
hinar óefniskendu Ijósvakasveiflur og þar af leiðandi
ljósgeislinn að fara að geta bognað. Eilthvað virtist
bogið við það. Og var ekki letigsl af litið svo á, sem
hin beina lína væri styzti vegurinn milli tveggja
punkla? En hvað fór beinna en Jjósið? Hafði ekki
Leonardo da Vinci einmitt nefnt beinu linuna línu-
geisla — linea radiosa?
Timarúmið svonefnda hefir nú ekki lengur rúm
fyrir slík waugljós sannindicc. Að minsta kosti varð
að prófa þessa ævintýralegu eðlisfræði. Ef ljós-
beygjan átli sér stað, hlaut það að koma í Ijós á
því, að fastasljörnurnar virtust liggja fjær hver ann-
jiri á Ijósmyndaplötunni en þær i raun og veru
gerðu.
Bungan á sveigju ljósgeislanna, ef hún á annað borð
átti sér stað, átti að vera út frá sólu, en ekki inn