Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 78
72
Em. Linderliolm:
IÐUNN
tvær aldirnar, hafa safnast fyrir og eru orðnar a5
einni heild í einhverjum hreintrúuðum manni og
hann fer að boða þetta opinberlega, jafnframt og
hann reynir að umskapa og dýpka prédikunina,
guðsþjónustuna, sálmana og hinar heilögu athafnir
kirkjunnar, engu síður en trúarlíf einstakra manna.
Það er nú eitt af ætlunarverkum kirkjunnar, sem
hún kemst ekki hjá að framkvæma, að snúa hinum
áurina trúarskilningi ný-protestantismans upp i lif-
andi trú. Verði þetta látið ógert, mun nýguðfræðin,
þrátt fyrir alia sína verðleika, vinna lítið á. Ekki er
nóg að rífa liið gamla niður. Það er í sjálfu sér Iétt
verk, þar sem það er sjálf-hrunið. Það verður a5
reisa eitthvað nýtt og veigamikið í staðinn. En þella
nýja er ekki í öðru fólgið en því, að láta nú trú
Jesú og líferni verða oss til fyrirmyndar, bæði i
einkalífi voru og félagslífi, í kirkju og þjóðfélagi. En
með þessu varðveitum vér líka alt, sem verðmætt er
i trúnni. Enda er það nauösynlegt. Hin nýja boðun
og hið nýja líferni verður að hafa i sér fólgið: sömu
sjálfsákvörðunina og sama afturhvarfið, sömu alvöru
og sömu helgunina, sömu gleði og söinu von, sama
innileik, sömu óþreytandi elju til að vinna að við-
gangi guðsríkis og sömu umhyggju fyrir sálarheill-
inni. Og alt á þetta, ef unt er, að vera á enn hærra
stigi en áður. Hið nýja í guðfræðinni, liinn nýrri
dýpri skilningur, hin óbrotnari trúarskoðun, getur
ekki orðið að trúarlegu afli í sálum manna, nema
því að eins að andleg vakning, í orðsins bezlu merk-
ingu, sé henni samfara. Guðfræðilega frjálslynd, en
trúarlega ihaldssöm á hin nýja siðbót að vera.
Erfitt verður sjálfsagt trúarstríðið liið innra hjá
söfnuðum vorum, á meðan þeir eru að hverfa aftur
til fagnaðarerindisins, en sárast tekur mig þó til
allra þeirra, sem eiga eftir að lifa þessa byltinga-
tíma án nokkurrar persónulegrar leiðsögu. En svo>