Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 89
IÖUNN
Ævintýri.
83
II.
Eitt af þvi, sem mennirnir eiga eftir
að læra.
í einu af þeim löndum, þar sem menningin og
kristnin hafa lengst átt heima, var fyrir örfáum ár-
uin prestur nokkur, sem svo var trúrækinn og siða-
vandur, að hans líka var ekki að linna í öllu land-
inu. í nágrenni við hann var roskinn háskóla-kenn-
ari, sem kent hafði siðfræði i full þrjálíu ár. Og
þólti hann skara langt fram úr öðrum mönnum i
þeirri grein.
Lengi hafði verið góð og einlæg vinátta með prest-
inum og háskóla-kennaranum, og höfðu þeir jafnan
verið sammála um llest. En einu sinni greindi þá á
um lílið atriði i sambandi við hugmyndir mannanna
um eilifa útskúfun, og gátu þeir með engu móti orð-
ið á eitt sátlir um það mál. Og varð það að lokum
að bitrasta fjandskap á milli þeirra.
Skamt frá prestinum og háskóla-kennaranum bjó
sátlasemjari, sem var mannkærleiksmaður mikill og
lireinhjartaður. Hann reyndi á allar lundir til að
sætta þá og íékk i lið með sér alt stórmenni lands-
ins. En það kom fyrir ekki. Allar tilraunir í þá átt
voru með öllu árangurslausar. Presturinn og háskóla-
kennarinn vildu engum sáttaboðum taka, og varð
fjandskapurinn á milli þeirra æ því meiri og bitrari,
sem meira var reynt lil að sætta þá.
Að síðustu kom engill af himnum ofan og gekk í
lið með hinum góða, þraulseiga mannkærleiksmanni,
til þess að koma á sætlum milli hins trúrækna klerks
og hins siðprúða, hálærða háskóla-kennara. En jafn-
vel engillinn gat þar engu um þokað.
»þetla er inikil mæða«, sagði sáttasemjarinn að
lokum við engilinn og stundi þungan. »Eg sé nú
engan veg framar lil að sælta þessa lieiðursmenn,