Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 59
iðunn Frá kreddutrúnui til fagnaöarerindisins. 53
jarðlííið geti ekki verið öðruvísi samkvæmt öllu eðli
þess.
Með því, sem ég hefi tekið fram í þessu sam-
handi, hefi ég hreint ekki ætlað, að ég mundi ryðja
öllum örðugleikum úr vegi fyrir trúnni. Gamla kenn-
ingin hafði sína örðugleika við að etja, og nýja
kenningin hefir sína. Enn er óleyst úr þeirri spurn-
ingu, hvers vegna Guð hafi yíirleitt kjörið þessa vef-
rænn og því fallvöltu mynd lífsins, með allri þeirri
sérdrægni og síngirni, sem henni er eiginleg og leiðir
til þess, að vér verðum sífelt að fórna öðru — að
vísu — lægra lííi til þess að geta lifað, auk þess
sem náttúran sjálf virðist láta sér standa algerlega á
sama um þetta æðra líf. Sá sem gæti svarað þessari
spurningu, hefði ráðið lífsgátuna og heimsgátuna. í
auðmýkt sinni stendur hinn trúaði maður andspænis
þessari ráðgátu og mælir orð trúar sinnar: »Faðir,
svo hefir þetta þóknast þér1).
En getum vér þá ekki látið sitja við gömlu trúna?
Nei, það getum vér ekki, úr því að vér erum komn-
ir þetta lengra í þekking vorri en fyrri tíðar menn.
yér getum ekki stjórað trúarhugmyndir vorar niður
við þekkingu þá, sem þeir liöfðu, nema þá með því
að gera trúna svo barnalega, að hún standist ekki
prófsteina vaxandi reynslu og þekkingar.
t*að er nú ljóst, að með skoðun þeirri á uppruna
mapnsins, sem hér er haldið fram, breytist og skoð-
un vor á /u'nu siðferðilega illa og syndinni. Þetta er
ekki lengui neitt, sem komið hefir utan að frá ein-
liverjum illum freistara, heldur er það og býr, hversu
óheillavænlegt sem það kann að þykja, i manninum
sjálfum.
1) Ef liið nýta, góða og göfnga á að sigra, verður auðvitað liitt, sern sið-
ur er, að lúta i lægra haldi og ganga iir sér; og ef náttúran virðist láta
sér á sama standa um hlutskifti mannsins, ætti það að brýna liann og
hvetja til þess að ná fullum tökum á lienni og stjórna lienni siðan eftir
vild sinni. P ý ð.