Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 76
70
Era. Linderholm:
IÐUNN
til eins guðdóms, en ekki skift niður á milli þriggja
persóna, án nokkurrar verulegrar festu við eina per-
sónuna frekar en aðra. Og þá fyrst verður unt að
fara að reka trúboð bæði með Gyðingum og Múba-
meðstrúarmönnum; en báðir þeir trúarllokkar hafa
staðið sem voldugur sögulegur vitnisburður um, hversu
kristindómurinn befir kvikað frá þeirri ströngu ein-
gyðistrú, sem kemur í ljós bæði hjá spámönnunum
og i fagnaðarerindi Jesú. Það hefir því hefnt sín
fyllilega, að draga guðdóminn, að austurlenzkum og
að fornum sið, niður í hið tímanlega, niður í fall-
velti lífsins og láta hann fæðast og deyja á mann-
Iega vísu. í boðskap spámannanna og fagnaðarerind-
isins er Guð hafinn hátt upp yfir alt slíkt, yfir alt
hverfult og tímanlegt. Nú verðum vér að hverfa aft-
ur til alvarlegrar og strangrar Guðs-trúar í stað hinn-
ar venjulegu Jesú-tilbeiðslu, sem að síðustu mun
ræna kristindóminn öllu háleiti sínu. Guð, binn ei-
lífi, sem hafinn er upp yfir alt og alla, verður aftur
að verða að þungamiðju trúar vorrar. Nú er það
svo sem menn orki ekki eða nenni ekki að telja
Guð jafn-verulegan og Jesúm, og sjálfan Jesúm jafn-
vel verulegri, þótt hann óneitanlega sé söguleg per-
sóna. En i trú vorri, lífi voru og kenningum hljót-
um vér að hverfa aflur til Guðs þess, sein sjálfur
Jesús tignaði sem öllu öðru æðri, og gera hann að
eina takmarkinu fyrir trú vorri og tilbeiðslu. Hann
eigum vér að lofa og vegsama, jafnvel fyrir alt það,
sem Jesús var og lét oss i té. Og ég tek það enn
einu sinni fram, að vér í hinum nýja kristindómi
verðum að hverfa aftur til þess, sem var kjarni
fagnaðarerindisins. En kjarni fagnaðarerindisins er,
eins og þegar er sagt, bæði samkvæmt hinum sögu-
legu rannsóknum og trú þeirri, sem þroskast heiir
fyrir_eigin ihugun og prófun alls, — Guð, hinn ei-
lífi, hinn gæzkuríki himneski faðir, sem ræður yfir