Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 134
128
Alex. Moszkowski:
IÐUNN
kenningum Einsteins, að alt er skylt, alt breytist
hvað með öðru bæði í tíma og rúmi, eða eins og
hann sjálfur mundi segja á fræðimáli sínu: alt er
relativt — alt er hvad öðru afstœtt! —
Svo að mönnum skiljist enn betur meginhugsun-
ina i þessari afstæðis-kenningu Einsteins, er ef
til vill rétt að taka eitt einstakt dæmi.
Hugsum okkur þá hraðlest, sem er 10 kílometrar
á lengd. Fremst á lestinni situr herra Fram, aftast
herra Aftast og eru því réttir 10 kílometrar á milli
þeirra. Járnbrautarvagnarnir eru gagnsæir, svo að
stafnbúar lestarinnar geta skifzt skeytum á, og þeir
hafa samstilt úr, sem ganga alveg eins.
Lestin er ekki farin af stað. Herra Fram liefir
kílometrasteininn 100 rétt á hlið við sig, hr. Aftast
kílometrasteininn 90. Hr. Aftast gefur nú Ijósmerki,
þegar úr hans er á slaginu 12. Til þess að fara þessa
10 km., sem eru i milli stafnbúanna, þarf ijósið ná-
kvæmlega Vso.ooo úr sekúndu; ljósmerkið nær því hr.
Fram kl. lW/so.ooo úr sek., og nákvætnlega hið sama
ætti sér stað, ef hr. Fram sendi merki til hr. Aftast.
Ljósið fer auðvitað jafnhart frain og' aftur. En nú
skulum við hugsa okkur, að lestin hafi verið á
hraðri ferð og að annar hvor stafnbúanna hafi gefið
þetta sama merki; og hugsum okkur, að maður ut-
an við lestina haíi horft á þetta. Hann hlýtur að
halda þvi fram, sem og er rétt, að Ijósið þurfi lengri
tíma, þegar það á að fara í sömu átt og lestin og
ná hr. Fram; en aftur á inóti styttri tíma, þegar það
fari á móti lestinni og eigi að ná hr. Aftast; því
fyrir hreyfingu lestarinnar fer hr. Fram undan Ijós-
inu, en hr. Aftast á móti því. Merkið fram á við
þarf að fara 10 km. + þeim vegarsiiotta, sem lestin
fer á meðan; merkið aítur á bak 10 km. sama
vegarspotta. Pannig breytist límamat okkar og þar
af leiðandi alt annað eftir afstöðu þess, sem metur,