Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 107
IÐUNN
Alþj'öuskólar í Svíþjóð.
101
ingar og æfingar ýmislegs efnis, sem að gagni mega
koma, svo sem sainningur almennra reikninga, um-
sóknir, kvittanir, auglýsingar, umboðsskjöl o. fl. o. fl.,
sem daglegu lífi við kemur.
Pjóðfélagsfræðin er sú námsgrein, sem mjög hefir
verið vanrækt bæði hér í Svíþjóð og annarsstaðar,
svo nauðsynleg sem hún annars er hverjum þeim,
sem teljast vill nýtur borgari þjóðfélagsins. Kenslan
í henni miðar að því að veita nemendum þekkingu
á helztu þáttum þjóðfélagslífsins. Kemur þar fyrst til
greina heimilislífið og ýmsar hliðar þess, svo sem
heimilisfólk og samband þess og skyldur innbyrðis.
í öðru lagi ýmislegt heilsufræðilegs efnis, svo sem
fæði, klæði, hreinlæti, andrúmsloft, sjúkdómsorsakir,
slys, áfengi og önnur nautnameðul og skaðsemi þeirra
o. fl. o. fl. í þriðja lagi fjárhagslegs efnis, t. d. yfir-
lit yfir helztu útgjöld, lántökur, sparnaður, vátrygg-
ingar og í sambandi við það reikningar og bókfærsla
o. fl. Ennfremur yfirlit yfir atvinnuvegi héraðsins og
fjárhagsástand, póstsambönd og síma, samgönguleið-
ir og læki o. s. frv.
í*á eru héraðsmál svo sem kirkja og safnaðarstjórn,
skólar og skólastjórn, fátækramál og heilbrigðismál,
lréraðsstjórn, kosningarréttur og kjörgengi, skattamál
og skyldur og margt fieira.
Loks eru þjóðfélagsmál, svo sem almennar borg-
araskyldur og réttindi, skifting valdsins, konungur og
ríkisráð, ríkisþing, störf þess og skipun og í sambandi
við það almennur kosningarréttur og kjörgengi. Þá
eru skattamál, tekjur og gjöld ríkisins, hermál og
varnarskylda, þá dómsmál og lögreglumál, réttarfar
o. fl. o. fl. Ennfremur nokkur af helztu vandamálum
nútimans svo sem jafnaðarmenskan, bindindisniálið,
samvinnumál o. fl.
Af allri þessari upptalningu rná sjá, að hér er um
að ræða flest þau atriði þjóðfélagslífsins, sem hver