Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 104
98
Freysteinn Gunnarsson:
IÐUNK!
lig skal svo ekki að sinni tína til íleiri atriði úr
reglugerð skólanna, lieldur gera nokkra grein fyrir
því, sem felst í því, sem nú hefir sagt verið.
Það má ef til.vill segja, að framhaldsskólar þessir
séu ekki að öllu leyti ný skólategund, þar sem ung-
lingaskólar hafa verið til hér áður, eins og fyr var
frá sagt. Aðalbreytingin er sú, að hér er um almenna
skylduskóla að ræða í samfeldu kerfi, í stað þess að
áður fundust unglingaskólar hér aðeins á víð og
dreif og var öllum frjálst og óbundið að nota þá
eða ekki. F*á skal kenslan i þessum skólum stefna
að sérstöku marki, greinast sundur og sníðast eflir
þörfum nemendanna á þeim og þeim staðnum. Aftur
á móti hafa unglingaskólarnir áður verið beint fram-
hald af barnaskólunum, ekkert annað en ofurlítit
viðbót innan sömu takmarka. Þá skulu framhalds-
skólarnir einnig vera nokkurskonar grundvöllur und-
ir frekara skólanámi og eru þeir, eins og síðar mun
sýnt verða, einn liður í samfeldu skólakerfi, þar sem
hvað tekur við af öðru og livað fyllir annað upp.
Eins og gefur að skilja er það mikilvægt fyrir
framgang sliks máls sem þessa, að öllu sé sem hag-
aniegast fyrir komið, ekki sizt því, sem við kemur
fjárhagshliðinni. Hér er líka alt til þess gert, að
skólaskylda þessi komi sem léttast niður bæði á
fræðsluhéruðum og nemendum. Ríkið greiðir lág-
markslaun kennara að fullu, það er að segja launin
fyrir þá kenslu, sem ekki fer fram yfir lágmark
kenslustundafjölda. Þó hefir hvert fræðsluhérað heim-
ild til að auka kensluna, en greiðir þá af eigin fé
það sem á vantar launin.
Með því ákvæði, að kenslan skuli fara fram á öðr-
um tíma dags en venjuleg barnaskólakensla, er að
því stefnt, að hún geti farið fram í húsnæði barna-
skólanna. Þá er líka til þess ætlast, að kenslutæki
þeirra verði notuð svo langt sem þau ná. Að undan-