Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 75
iðunn Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindisins. C9
lega vel undirbúnir úr jarðlífinu. En þetta er atriði,
sem verður að koma fram til fulls og fá að njóta
sín í eilífðarvonum vorum. Því að þótt hinum fáu
útvöldu og rétttrúuðu sé heitið himnaríki og himna-
rikissælu, þá er það í raun réttri engin sálubjálp.
Guðs vegir hljóta að vera þannig, að allir geti iðr-
ast og gert yfirbót, að allir verði að síðustu frelsað-
ir og hólpnir.
Eg er nú kominn að þeirri spurningu, livaða af-
leiðingar það, sem á undan er farið, kunni að hafa
fyrir trú vora og lifsbreytni. Vér höfum nú reynt að
gera oss grein fyrir persónu Jesú, boðskap hans og
starfi, hversu því var farið og hvað í því felst. Og
vér höfum séð, að gömlu kenningarnar um Krist,
hinn yfirnáttúrlega getnað hans, likamlega upprisu
hans og himnaför, svo og kenningin um guðdóm
hans og þar með þrenningarkenningin hljóta að falla
eða öllu heldur eru fallnar fyrir ofurborð.
Mörgum og jafnvel flestum hinna gamaltrúuðu
mun nú virðast svo sem þetta sé afneitun á öllum
meginkjarna kristinnar trúar, enda þótt það sé ekki
annað en hreint og beint afturhvarf til eigin hoð-
skapar Jesú. Þetta er nú i sjálfu sér eðlilegt, því að
í kristindóminum, eins og hann varð fyrir rás við-
burðanna, hefir aðal-áherzlan jafnan verið lögð á
þessar ó-evangelisku kenningar og þannig hefir þetta
verið kent kynslóðinni, sem nú er uppi. En þótt
þessar kenningar falli nú úr sögunni, missa menn
einskis í af hinu dýpra verðmæti trúarinnar. Það
sem mestu vaiðar stendur óliaggað. t*að sem fellur
og hlaut að falla, er tilbeiðslan á Kristi og dýrkun-
in á sjálfum Jesú í guðsþjónustu og bænahaldi.
En með þessu er, eftir því sem ég fæ skilið, alt sagt.
Bæn og tilbeiðslu verður nú að beina til Guðs eins,
og menn verða nú að fara að gera alvöru úr þessu.
Með því móti verður bæði bæninni og trúnni beint