Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 14
8
Á. H. B.:
IÐUNN
syni sínum, er hún og öll Ítalía hafa talið mestan
allra sona sinna. Hefir Flórenz-búum jafnan síðan
verið þetta hinn mesti harmur. En ekki virðist þetta
nema mátulegt fyrir meðferð þeirra á honum í lífinu.
í útlegð sinni reit Dante sitt af hverju og sýnir
það alt, hvert hugurinn stefndi og hversu mikið var
í manninn spunnið. Má þar til nefna »Samsætið«
(11 convivoJ, ritað á ítölsku eins og »Vita nuova«.
Mun Dante hafa byrjað á riti þessu í Flórenz og
álti það að vera eins konar alfræðirit til þess að
menta alþýðu manna á. Reit Dante af þvi fjóra
þætti, en lauk aldrei við það. Þá reit hann sérstakt
rit á latínu »Um alþýðumálið« (De vulgari eloquen-
tia), til varnar ítölskunni gegn latínumönnum. þá
reit hann ritgerð eina »Um einveldið« (De monar-
chiaj til þess að taka máli keisaravaldsins gegn páfa-
valdinu. Og loks ávann hann sér heimsfrægðina með
liinu mikla trúarljóði sínu: La divina commedia.
Danle nefnir það ýmist »Vitrunina« eða »ljóðið
helga«, en síðast að eins »commedia«, þ. e. Ijóðleik,
sem byrjar illa, en endar vel, byrjar í helvíti, en
endar á himnum. En Boccacio skáld gaf því viður-
nefnið »divina«, enda fanst mönnum brátt svo mikið
til um það, að það hefir jafnan síðan með öilum
þjóðum verið nefnt — Guðdómlegi leikurinn.
La divina commedia er tvímælalaust frægasta trú-
arljóð heimsins. Því er skift 1 þrjá meginkafla, er
nefnast: Helvíti, Hreinsunareldurinn og Himnaríki.
Forsöngur einn er fyrir leiknum, en meginkallarnir
eru 33 söngvar hver, svo söngvarnir eru alls 100
talsins. Alt er ljóðið í þríhendum /terzinumj; i hverju
erindi eru þrjár hendingar og rímar miðhending fyrra
erindis jafnan á móti 1. og 3. hendingu síðara er-
indis og svo koll af kolli, eins og sjá má af sýnis-
horni því, sem hér er sett af upphafi »Leiksins«: