Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 98
92
Frcysteinn Gunnarsson:
IÐUNNP
Fyrsta sporið, sem stigið er i þessa átt er slofnun
almennra barnaskóla, þar sem öllum eru lagðar sömu
skyldur á herðar og um leið veitt sömu réttindi. í
öllum siðuðum löndum er það spor nú fyrir löngu
lagt að baki. En betur má ef duga skal. Það hafa
líka allar belstu menningarþjóðir séð. Og nú á sið-
ustu árum hefir hærri alþýðumentun, sein ég sva
nefni, lekið stórum framförum. Á Norðurlöndum hef-
ir hún á síðustu áralugum átt marga og góða tals-
menn og hefir þeim orðið næsta mikið ágengt, þrátt
fyrir blindni og mótþróa bæði æðri og lægri slétta »
ýmsum sviðum. í því sambandi skal ég minna á
lýðháskólana dönsku, sein unnið hafa meira gagn
en nokkurn getur grunað, sem ekki hefir kynst þeirri
starfsemi af sjón og reynd. Þeir eru nú yfir 70 og.
starfa margir hverjir bæði sumar og vetur með mjög
mikilli aðsókn. Að visu mætti inargt að þeinr íinna,.
en hér skal ekki farið frekar út í þá sálma. Pá eru
í Noregi margir lýðháskólar með líku sniði og hinir
dönsku, auk þess kristilegir unglingaskólar og fylkis-
skólar. Allir þessir skóiar eiga sammerkt í því, að
þeir eru að miklu leyti kostaðir af ríkisfé, þótt flest-
ir séu eign einstakra manna eða félaga, að undan-
skildum fylkisskólunum í Noregi, sem eru ríkiseign..
Peir veita almenna mentun án tillits til þess, hvaða
lífsstarf nemendurnir ælla að velja sér. Undantekn-
ing frá þeirri reglu eru þó bændaskólarnir dönskiv
sem start'a nieð lýðháskólasniði og teljast til þeirra..
Pessir skólar standa öllum opnir án þess þó aö
nokkrum sé gert að skyldu að sækja þá. En sifeld
og aukin aðsókn sýnir bezt, live þöríin er rik.
Hér í Svíþjóð hafa einr.ig uin langt skeið starfað
slíkir almennir unglingaskólar. Lýðháskólahreifingin
danska barst lljótt yflr til Svíþjóðar, og árið 1868
voru þrír fyrstu Jýðháskólarnir stofnaðir hér. Nú
slarfa hér eitlhvað um 50 lýðháskólar. En eftir því