Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 69
iðunn Frá kreddutrúnni lil fagnaöarerindisins. 6$
konar trúarlegur útreikningur, sem þó ekki gefur
neina tryggingu.
Gegn þessum augljósu staðreyndum geta menn ekki
tilfært orð Jesú í Mark. 10, 45 og Matt. 20, 28 um,
að hann láti líf sitt til lausnar fyrir marga, því að.
þar er ekki átt við lausnina undan Guðs reiði, held-
ur lausnina af klafa þess illa. Sbr. Lúk. 13, ig. Ekki
geta inenn heldur beitt fyrir sig innsetningarorðum
kvöldmáltíðarinnar í Matt. 26 , 28: »því að þetta er
sáttmálablóð milt, sem úthelt er fyrir marga«, þvi að
þessi orð, sem eru seinni tíma innskot, á að vanta bæði
í Mark. 14, 24, Lúk. 22, 20 og þó allra sérstaklegast
i elzta textann, I. Kor. 11, 25, sem rilaður er um 50
e. Kr., þar sem þó guðfræðilega túlkunin kemur þeg-
ar í ljós í versunum næstu á eftir, (i v. 26 o. s.), svo og
kvöJdmáltíðarhugmynd, sem virðist eiga mjög Htið
skylt við siðustu máltíð Jesú. En úr því sveigjast
textarnir altaf meir og meir í guðsþjónustu-áltina,
eins og sjá má á Malt. 26, 27—2s.
Það má þá slá því föstu, að Jesús hafi ekki lýst
Guði svo sem hann krefðist píningar hans og dauða
á krossinum sem skilyrðis fyrir miskunnsemi hans
og fyrirgefningu. Æðsta ætlunarverk Jesú var ekki
að /riðþœgja, heldur að opinbera Guð mönnunum.
5.) Ef vér nú víkjum aftur að Páli postula, þá er
að vísu mjög örðugt að koma kenningu hans í fast
og ljóst horf, en þó virðist svo, einkum í Róm. 3.
og 5. kap., síður í II. Kor. 5, eins og hann sé að
reyna að koma kenning sinni heim við fórnar- og
friðþægingarhugmynd Gyðingdómsins og sé í ljósi
þeirrar trúar að reyna að skýra tilganginn með kvöl
Jesú og dauða. í Hebreabréfinu er dauða Jesú lýst
setn hinni miklu fórn, sem fullkomnar og upphefur
allar fórnir. Og á postulatírnunum er grundvöllurinn
lagður að skoðun seinni tíma á kvöl og dauða Jesú
svo sem fórn og friðþægingu, enda þóll ekki sé full-