Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 44
38
Em. Linderholm:
IÐUNN
kom beint í bága við kenningu Jesú sjálfs; en sjálfur
fór þó Páll ekki svo langt í þessu, sem menn gerðu
síðar af ýmsum nýjum ástæðum. Páll var líkt og
Jesús alinn upp í eingyðistrú spámannanna og Sið-
gyðingdótnsins, og því var honum ómögulegt þrátt
fyrir allar hugmyndir sínar um Jesúm sem Iírist eða
drottins srnurða að hugsa sér Jesúm sem guð. Um trú-
arskoðun hans lágu takmörk, senr hann fékk ekki
yfirstigið.
Pað er þegar gefið í skyn, enda má færa enn frek-
ari rök fyrir því, að Páll hélt, þrátt fyrir Messíasar-
kenning sína, fram eindreginni eingyðistrú og hóf
Guð, þ. e. Guð ísraels, yfir alt og alla. Pannig befir
hann aldrei kallað Jesúm Krist Guð og þaðan af síður
»Guð þann, er væri öllu öðru æðri«. Par sem sagt
er í Rómverjabréfinu '(9, »lrann sem er yfir öllu,
Guð blessaður um aldir«, á það ekki við hinn
Smurða, heldur Guð (ísraels). Petta kemur alveg
ótvírætt í Ijós i I. Kor., 8, g, þar sem Páll segir bein-
um orðum: »Pví að enda þótt til séu svonefndir
guðir — þá er þó ekki til fyrir oss nema einn
Guð, faðirinn, sem allir hlutir eru frá og líf vort
stefnir til, og einn drottinn Jesús Kristur, sem allir
hlutir eru til orðnir fj’rir, og vér fyrir hann.« Pað
er þá að eins einn Gnð, faðirinn. Einn Guð, jaðirinn,
og einn drotlinn, Jesús Kristnr, — í þessu er öll guð-
fræði Páls postula fólgin. Drottins-tign Krists er ekki
heldur eilif; við enda veraldar afsalar hann sér drott-
ins-tign sinni: »En þegar alt er lagt undir hann (þ.
e. Guð), þá mun og sonurinn sjálfur leggja sig undir
þann, er lagði alla hluti undir hann, til þess að Guð
sé alt í öllu.« (I. Kor. 15, 2s).
En þrenningarlærdómurinn, sem siðar kom til
sögu, fór, eins og við þegar höfum séð, feti lengra
og sló því föstu, að Kristur væri guð, á borð við
sjálfan Guð. Hann »ríkir með Guði föður og Heilög-