Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 129
IÐUNN
Einstein.
123
borði einhvers hnaltarins; þvi væri kassinn herbergi
1 einhverju húsnæði á jarðríki, þá mundi manni ekki
þykja fall steinsins nema eðiilegt; það virtist meira
að segja hverjum íbúa jarðarinnar sjálfsagt og hverj-
um eðlisfræðingi mundi þj'kja það fullskj'rt með lög-
máli Galíiei’s um fallið. Og auðvitað þyrfti hann ekki
að binda belta við jörðuna, því ef kassinn væri á
annari sljörnu, þá mundi steinninn lika detta, annað
hvort hraðar eða hægar, eftir stærð stjörnunnar, en
þó með jöfnum hraða-auka. Eðlisfræðingurinn gæti
þvi sagt: Þelta er þyngdar-verkan, ein af afleiðing-
um aðdráttaraílsins, sem ég eins og vant er skýri
með aðdrælti hnaltarins.
En maðurinn gæti líka skýrt þetta á annan hátt.
Við höfum nefnilcga ekki sagl neitt ákveðið um, hvar
kassinn ætti að vera og ekki gert ráð fyrir öðru en
að hann væri »einliversstaðar í veröldinni«. Eðlis-
fræðingurinn í kassanum gæti því hugsað á þessa
leið:
Segjuin nú, að ég sé í einhverri óra-fjarlægð frá
öllurn himinhnöttum; segjum, að enginn aðdráttur
verkaði á mig né steininn, sem dytti úr hendi mér,
og þó gæti ég vel skýrt fyrirbrigðið. Ég þyrfti þá
ekki annað en hugsa mér, að kassinn færi sjálfur
»upp á við« með jöfnum hraða-auka. Og þetta, sem
ég Iit á eins og fail steinsins »niður á við«, þyrfti
þá alls ekki að eiga sér stað. Steinninn gæti þá fyrir
tregðu sína legið á sama stað, og þó gæti það litið
svo út, á meðan kassinn færi upp á við, eins og
steinninn dytti niður á við með sívaxandi hraða.
Þar eð nú eðlisfræðingurinn i þessum kassa ein-
hversstaðar úti í geimnum hefir ekkert fyrir utan
lcassann, er hann geti miðað við og því ekkert tæki
til þess að ákveða, hvort hann sé undir aðdráttar-
áhrifum einhvers hnattar eða ekki, þá getur liann
skýrt þetta sama fyrirbrigði á báða vegu, og báðar