Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 41
iðunn Frá kreddutrúnni til fagnaöarerindisins.
35
Saina sjálfsagða skilninginn finnum vér þegar um
50 e. Kr. og þannig áður en guðspjöllin eru færð í
letur kjá Páli postula í bréfinu til Rómverja 1, s,
þar sem hann þrátt fyrir allar kenningar sínar um
guðdóm Jesú Krists, segir »sem að lioldinu er fædd-
ur af kyni Davíðs«, m. ö. o. er hér talið, að hann
i föðurættina sé afkomandi Davíðs konungs (sbr.
Postulasöguna 13,22 — 23 og Hebr. 7, n). Alt tal manna
uin föður Jesú »að lögum« er ekki annað en undan-
brögð.
Skoðun hinna elztu gyðing-kristnu á Jesú hvíldi
ekki — það ættu menn vel að aðgæta — á tilgát-
unni uin yfiruáttúrlegan getnað hans, heldur á því,
að heilagur andi hefði koinið yfir liann í skírninni
(sbr. Lúk. 3,22 og 4, u og Post. 10, ss). Sama skoð-
un kemur í ljós í Róm. 1, s: sonur Davíðs að hold-
inu, en sonur guðs »að anda heilagleikans«. Pelta er
elzta skoðunin á Jesú sem »guðs syni«, enda er hún
miklu göfugri en trúin á jómfrúfæðinguna. Pað er
enginn holdlegur eða »yfirholdlegur« getnaður, sem
þar er urn að ræða, heldur siðferðilegt og trúarlegt
samband við »föðurinn« gegnum »andann«.
En hin yngri heiðing-kristna skoðun feldi niður
kenninguna um, að Jesús væri af »Davíðs ætt«, og
tók upp trúna á jómfrúfæðinguna, eins bg sjá má
af hinum forn-rómverska skírnarformála frá 130—50
e. Kr. Siðar er liinu óviðkunnanlega orðalagi hans:
»getinn af heilögum anda og Maríu mey« breytt í:
y>getinn af keilögum anda, fœddur af Maríu mey«.
En þar eð jafnvel slíkur getnaður gaf ekki fulla
tryggingu fyrir heilagleik Jesú, þar sem hann þó átti
að vera fæddur af mannlegri móður, neyddust menn
að síðustu til að halda fram hinuin óflekkaða getn-
aði lians og var það loksins gert að trúaratriði inn-
an rómversk-katólsku kirkjunnar af Píusi páfa IX
árið 1854. Og úr því að kirkjan fór að halda jóm-