Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1921, Blaðsíða 30
24
Era. Linderliolm:
iðunn
farnir að hætta að láta skíra börn sín, má sjá, að
hér muni einhver veila, enda eru menn nú farnir að
fálma eftir siðferðilegri skýringu sakramentanna.
Einstökum meginatriðuin hinnar gömlu trúar og
prédikunar hefir þannig — að minsta kosti meðal
hinna mentaðri áheyrenda — verið skotið þegjandi
og hljóðalaust til hliðar. Þeim er ekki beint neitað,
en þeim er ekki heldur haldið fram og þau eru að
verða að auka-atriðum. Og þannig er margt í gömlu
tiúnni. sem er ekki lengur haldið fram og jafnvel
ekki geíið í skyn; en þessi þögn finst mér jafn-ein-
kennileg fyrir trúarástandið nú á tímum eins og hilt,
sem sagt er.
En hér er alvarleg hætta á ferðum, fari þessu
ástandi lengur fram, að ávalt sé talað og breytt »á
huldu« og með þessu sífelda fálmi. Gamla kenningin
er í þann veginn að missa merg sinn og þrótt. Menn
hafa nú heyrt og lært of mikið til þess að geta hald-
ið gömlu kenningunum óhykað fram í boðskap sin-
um, en of lítið til þess, að setja nokkuð nýtt og
heilsteypt trúarlegt og guðfræðilegt verðmæti í slað-
inn. Yfirleitt er það stærsti gallinn á nýguðfræðinni,
að henni hefir ekki tekist að hlaða grunninn undir
nýjan og einfaldari, en þó dýpri og sterkari trúar-
boðskap. Þar til hefir hún verið altof hugdeig og
samningagjörn. í trúarefnum eiga menn annars ekki
að vera frjálslyndir /liberal), heldur annaðhvort rót-
tækir (radikal) eða íhaldssamir (konservativ).
Það er skiljanlegt og afsakanlegt, þótt margir prest-
ar hafi, meðan svo stendur á, reynt að bjarga sér
með því að beina prédikun sinni að þjóðfélagsmál-
um; en þetta mun þó, er til lengdar lætur, reynast
fullkomlega fánýt undanbrögð. Til þess að leysa úr
þjóðfélagsmálunum eru þegar hin voldugustu öfi þjóð-
félagsins lekin til starfa. Kirkja framtíðarinnar á líka
að lifa og starfa í nýju þjóðfélagi, þar sem vonandi