Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 36
134
3379 dagar úr lífi mínu.
IÐUNN
um vindanna yfir ísland þvert og endilangt, vakti marga
af sætum svefni og sneri ýmsum lil sósíalistiskrar sann-
færingar.
Svo leið og beið. Ég þýddi bækling um jafnaðarstefn-
una með tveimur kunningjum mínum. Haustið 1925 gekk
í garð. Þá birti ég bréf í jafnaðarmannablaði til ungs
prests í Reykjavík, er áður hafði vítt opinberlega »óvini
trúarbragðanna*. Þetta bréf vakti blossandi reiði í hjört-
um einfaldra trúmanna og heilum hræsnisfullra nurlara.
En hinir vitrari og óeigingjarnari sögðu ánægðir: »Hann
segir afdráttarlausan sannleikann«. Bikar synda minna
var fullur. Ég var rekinn frá báðum skólunum.
Einn af stjórnendum iðnskólans var. sjálfur höfuðpauri
bæjarmálanna. Hann er gráðugur braskari og útsmoginn
hræsnari, sem gresjar sér fé af bæjarbúum alla sex
virka daga vikunnar og heldur síðan guðsþjónustur með
börnum á sunnudögum að amerískum hætti! Hann sagði
við hina í skólastjórninni: Þórbergur er villutrúarmaður.
Hann er ekki fær um að »leiða nemendurna til lífsins«.
Þess vegna heimta ég, að hann fari frá skólanum. Hinir
stjórnendurnir voru ekki lengi að átta sig á því, að bless-
aður guðsmaðurinn opinberaði hryllileg sannindi. Og
með skjálfandi þrælshendi samþyktu þeir kröfu hans.
Nemendurnir mótmæltu þessu gerræði. En þá hótuðu
meistarar þeirra að reka þá frá iðnaðarnáminu. Og vesl-
ings nemendurnir urðu að beygja sig í duftið.
Einn í stjórn verzlunarskólans var gamall leðursali og
drykkjumaður, gersamlega ómentaður. Hann kunngerði
hinum stjórnarbræðrum sínum (gömlum uppgjafabanka-
stjóra og guðfræðidósent háskólans): Þorbergur er hættu-
legur bolseviki, og það hæfir illa, að slíkur fugl sé látinn
kenna í skólanum. Hann verður að fara. Uppgjafafyrir-
vin.'.a mammons og þjónn drotfins skildu, að gamli leður-