Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 36

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 36
134 3379 dagar úr lífi mínu. IÐUNN um vindanna yfir ísland þvert og endilangt, vakti marga af sætum svefni og sneri ýmsum lil sósíalistiskrar sann- færingar. Svo leið og beið. Ég þýddi bækling um jafnaðarstefn- una með tveimur kunningjum mínum. Haustið 1925 gekk í garð. Þá birti ég bréf í jafnaðarmannablaði til ungs prests í Reykjavík, er áður hafði vítt opinberlega »óvini trúarbragðanna*. Þetta bréf vakti blossandi reiði í hjört- um einfaldra trúmanna og heilum hræsnisfullra nurlara. En hinir vitrari og óeigingjarnari sögðu ánægðir: »Hann segir afdráttarlausan sannleikann«. Bikar synda minna var fullur. Ég var rekinn frá báðum skólunum. Einn af stjórnendum iðnskólans var. sjálfur höfuðpauri bæjarmálanna. Hann er gráðugur braskari og útsmoginn hræsnari, sem gresjar sér fé af bæjarbúum alla sex virka daga vikunnar og heldur síðan guðsþjónustur með börnum á sunnudögum að amerískum hætti! Hann sagði við hina í skólastjórninni: Þórbergur er villutrúarmaður. Hann er ekki fær um að »leiða nemendurna til lífsins«. Þess vegna heimta ég, að hann fari frá skólanum. Hinir stjórnendurnir voru ekki lengi að átta sig á því, að bless- aður guðsmaðurinn opinberaði hryllileg sannindi. Og með skjálfandi þrælshendi samþyktu þeir kröfu hans. Nemendurnir mótmæltu þessu gerræði. En þá hótuðu meistarar þeirra að reka þá frá iðnaðarnáminu. Og vesl- ings nemendurnir urðu að beygja sig í duftið. Einn í stjórn verzlunarskólans var gamall leðursali og drykkjumaður, gersamlega ómentaður. Hann kunngerði hinum stjórnarbræðrum sínum (gömlum uppgjafabanka- stjóra og guðfræðidósent háskólans): Þorbergur er hættu- legur bolseviki, og það hæfir illa, að slíkur fugl sé látinn kenna í skólanum. Hann verður að fara. Uppgjafafyrir- vin.'.a mammons og þjónn drotfins skildu, að gamli leður-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.