Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 45
ÍÐUNN
Alþýðan og bækurnar.
Niðurl.
]akob ]óhannesson Smári telur að alt hið bezta, sem
ritað hefir verið á íslenzku, sé ritað í alþýðustíl, frá-
sagnarlist alþýðunnar tekin til fyrirmyndar. Andstæðan
alþýðustílnum og honum miklu lakari á öllum öldum,
telur hann hinn »Iærða stíl«.
Ég hefi farið um flestar sveitir landsins og lagt eyr-
un að daglegu máli. Blandast mér ekki hugur um, að
bezt er talað, fornast og næst ritmáli, í þeim sveitum,
er fjærst liggja höfuðstaðnum. Tala Skaftfellingar bezt
allra Sunnlendinga, Strandamenn — einkum við Stein-
grímsfjörð — fegurst allra Vestfirðinga og Þingeyingar
fornast allra Norðlendinga. En langtum ljótast er málið
og bókmáli fjærst í sveitunum kringum Reykjavík og
Arnessýslu neðanverðri, og svo í Reykjavík sjálfri.
Þetta tvent, um málið og »stílinn«, er sérstaklega ís-
lenzkt og bendir á höfuðeinkenni og höfuðkosti íslenzkr-
ar menningar. Erlendis mun það svo, að fáment þjóðar-
brot heldur að mestu uppi menningunni, aðallega lærðir
menn, sem safnast að höfuðborg landsins. Þeirra stíll,
»lærði stíllinn«, verður ráðandi í bókmentunum, og þeir
gera höfuðborgarmálið að bókmáli. En að höfuðborg
hvers lands verður ætíð mest innstreymi erlendra áhrifa,
einnig á sviði tungunnar, þar spillist málið fyrst og
blandast á tungu fólksins. Þetta er ein ástæðan til að
allar þjóðtungur hafa óhreinkast meir en íslenzkan.
Við íslendingar höfum aldrei eignast neinn menningar-
miðpunkt, hvorki neina stétt, er bæri þunga menningar
okkar öðrum fremur, eða nokkurn stað, er hún rynni frá.