Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 8
106
Helgafell.
IDUNN
Um Selþóri Grímsson og frændur hans, þá, er heiðnir
voru, er það sagt, að þeir dóu í Þórisbjörg.1)
Svipuðu máli gegnir um Krosshóla, þar sem Auður
djúpúðga baðst fyrir. Um þá segir svo: »hon (þ. e.
Auður djúpúðga) hafði bænahald sitt á Krosshólum; þar
lét hon reisa krossa, því at hon var skírð ok vel irúuð.
Þar hyfðu frændr hennar síðan átrúnað mikinn á hól-
ana. Var þá gyr hyrg, er blót tóku til; trúðu þeir því,
at þeir dæi í hólana*.2)
Þá er sagt um Kráku-Hreiðar, sonarson 0xna-Þóris,
að hann kaus að deyja í Mælifell í Skagafirði.3)
Njálssaga segir svo frá afdrifum Svans Bjarnarsonar,
móðurbróður Hallgerðar Iangbrókar, er týndist við Veiði-
lausu í fiskiróðri, að fiskimenn, er voru að Kaldbak,
þóttust sjá Svan ganga inn í fjallið Kaldbakshorn, og
var honum þar vel fagnað.4)
Minna má og í þessu sambandi á draum Flosa
Þórðarsonar í Njálu, er honum þótti Lómagnúpur opn-
ast og út úr fjallinu ganga maður, er kallaði til sín
menn Fiosa, þá, er reyndust feigir.5)
Helgafellsstaður á sér að sjálfsögðu langa og merki-
lega sögu. Hins vegar vitum vér nær ekkert um fellið
sjálft annað en það, sem nú hefir verið til tínt. Má af
því sjá, að mikil helgi hefir verið á því, eins og nafn
þess bendir til. Ætla má að vísu, að kristin trú hafi
brátt þurkað út að mestu þann átrúnað, sem bundinn
var við fellið. En þó má telja víst, að lengi eftir kristni-
1) Sbr. Landnámabók, kap. 118, bls. 49.
2) Landnámabók, kap. 147, bls. 64 — 65.
3) Sjá Landnámabók, kap. 244, bls. 105.
4) Sbr. Njálu, útg. Konráðs Gíslas., Kh. 1875, I, kap. 14, bls. 66.
5) Sbr. Njálu, kap. 133, bls. 698—701.