Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 20
118
Jónsmessunótt.
IÐUNN
Er það ilmur af fórnum hins ókomna tíma,
sem angar f vorloftsins mjúka blæ?
í gullstrauma miðnætur sorgirnar sökkva
og sektin er horfin með dauðleikans fylgjum.
Auk trú mína, sól! Er það himnanna hliðskjálf,
sem hlær út við norðrið í Iogandi bylgjum?
Alt rennur þar saman í signaða dýrð!
Ó, hve sjáandans tunga er máttvana og snauð,
þegar alt sem er bezt lætur fallast í faðma
og fylgir þeim lögum, er Drottinn bauð!
Ó, heilaga nótt! í þinn hátignarljóma
ég horfi með iotning í skjálfandi barmi.
Eg halla mér grátandi að glófaðmi þínum
og gleymi um leið allrar veraldar harmi.
— Mín tár eru leifar frá öreigans öld,
þegar óskirnar týndust í hverfulan glaum.
Þau hníga, eins og síðasti sársaukavottur
hins synduga mannkyns — í tímans straum.
Vér rísum, vér hnígum með hverfieikans sogum
og hjörtu vor byltast í rastanna flaumi. —
En er það þá dauðlegt, sem býr oss í brjósti
■ björtustu vöku, í sælasta draumi?
Vér rfsum með vorinu í heiðblámans hæð,
— með haustinu bliknaðir drúpum vér.
Alt heilsar og kveður með kossum og tárum.
Það kemur, það kemur. — Það fer, það fer.
Hve sárt verður ekki er sumrinu hallar
og söngvarinn hörpuna þagna lætur. —