Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 75
IÐUNN
Þýðingar úr sænsltu.
173
síðsta Ijóð um ást og yndi,
eld og gáska hugar þors.
Komdu til mín! — Farðu frá mér!
Fagurt haustsins eldar loga.
Látum stormsins leiftur þjóta,
leiftra gegnum hug og blóð
— uns að lygnir og ég sé þig
út í skuggann ganga’ og hverfa,
þig, er síðast æsku elda
i mér kveiktir, þrá og Ijóð.
S. F.
Þjófurinn.
T
i,
Það er ekki fagurt til frásagnar, en satt er það samt,
að það fyrsta, sem Gísli lærði, fyrir utan mál og gang,
var — að stela.
Æfingin var því mikil og leiknin varð eftir því.
Tvent bar einkum til þess, að því er menn hugðu,
að hann fór svo ungur að leggja fyrir sig gripdeildir.
Hann var sveitarómagi og alinn upp hjá aðsjálum hús-
bændum, þar sem var altaf gnægð matar, en engum
veitt nóg, og sízt sveitarómaga. Börn voru þar mörg.
Þeim voru gefin ýms Ieikföng, en honum aldrei.
Ætti Gísli að fá nægju sína af mat, varð hann að
stela honum. Ef hann langaði til að hafa leikföng handa
á milli, varð hann líka að stela þeim frá hinum börnunum.