Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 96
194
IÐUNN
Ritsjá.
Rósin varma vil<na fer
vors í armalögum.
Hjálmar á Hofi hefir ofl birt snjallar vísur í „Iöunni", sem eru
í kveri þessu, t. d. Bætur allar eyöast máls o. s. frv. og:
Var þar öngum vegur beinn
— valda þröngu börðin. —
Eg hef löngum labbað einn
lífs um „Gönguskörðin“.
Vísan er að mörgu góð, þótt óeðlilegt sé að tala um þröng
börð. Hin vísan, sem prentuð var með í „Iðunni" (Eftir víða farin
fjöll o. s. frv.) hefði engu sfður mátt vera með. Annars hefi ég
ekki tíma né rúm til að rýna mikið einstök skáld og sízt ein-
stakar vísur. Þeir Sigfús Sigfússon og Pétur Sigurðsson hefðu
helzt ekki átt að vera fulltrúar á þessu þingi, því að varla hittist
vísa eftir þá, sem verulegt bragð sé að. Þótt margt sé vel um
Sigfús sem fræðimann, þá virðist, ef dæmt er eftir þeim vísum,
er hér birtast, að hann sé ekki skáld:
Marglofuð meistarasmíði
mikið þótt bókmentir prýði.
Ofgar og ýkjur í Njálu
athyglið virðingu stálu.
Slíkt er enginn skáldskapur. Auk þess er þetta alls ekki ort
undir rímnahætti, heldur undir gömlu sálmalagi með réttum þrí-
liðum og því rangt að taka hana í vísnasafnið. Rímnahættir eru
ávalt ortir undir réttum tvíliðum. Þá vil ég, sem dæmi þess, hvað
á ekki að taka í slíka bók, tilfæra þessa vísu:
Það var gott þú giftir þig,
gráta kjaftamellur.
Þetta fanst þeim fyrir sig
fjandi vondur skellur,
Það er vel fyrirgefanlegt, að þessum vísum sé fleygl fram, en
engin ástæða er að vernda þær frá gleymsku.
Helzt til ættrækinn hefir safnandi verið í vali vísna eftir föður
sinn: Veðradúrar valda því,
vonamúrar falla:
Hríðarskúrum ofan í
íslands-búrin fjalla.
Vísan er óskiljanlegt stagl. Fleiri óhæfar vísur hefi ég hnotið
um, þótt ekki hafi ég rúm til að taka þær upp hér.