Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 80
178
Þjófurinn.
IÐUNN
að gegna hátíðlegu embætti. Engum hefði dottið í hug
að þar færi þjófur.
Þegar að fjárhúsdyrunum kom, opnaði hann þær hik-
laust, fálmaði sig inn króna og upp í tóftina. Þakfyllan
stóð öll uppi, því lítið hafði blotað um veturinn, og hafði
stoð verið sett undir hana þar, sem hún var hæzt, svo
hún héldist sem lengst uppi. Gísli komst að heystálinu,
en snæri, sem var í pokanum, hafði flækst um stoðina.
Þegar Gísli ætlaði að fara að þuma heyinu í pokann,
rykti hann í bandið, en við það féll stoðin undan þekj-
unni. Gísli hlustaði. Hann bjóst við að torf-fyllan mundi
haldast uppi, stoðarlaus. En sú von brást. Þekjan tók
að síga. Hún nam brátt við höfuð Gísla. Hann beygði
sig — ætlaði ekki að yfirgefa herfangið fyr en í fulla
hnefana. En þekjan lækkaði í sífellu. Það gnast og
small ískyggilega í henni. Þegar Gísli var kominn á knén,
sá hann sitt óvænna — en of seint. Hann æflaði að
skríða með örskotsflýti fram í tóftardyrnar, en um leið
brast fyllan niður og féll með öllum sínum heljarþunga
á hægra fót hans og klesti hann við frosið tóftargólfið.
Gísli sat fastur. Það leið á hann eitthvert ómegin.
Hann vissi, að fóturinn hafði brotnað. Þegar hugsunin
tók að skýrast, varð honum ljóst, að hann varð að losna
— komast heim. Og alt í einu stóð fyrir hugskotssjón-
um hans, í ískyggilegum skýrleik, andlit kaupmannsins,
sem tók af honum hnífana í búðinni.
Hann reyndi að losa fótinn. En því fylgdu óumræði-
leg harmkvæli. Samt tókst það, en Gísli lá á eflir í
svitabaði í garðanum og engdist sundur og saman eins
og ormur. Svo fór hann að skríða fram garðann, með
brotna fótinn eins og dauða druslu á eftir sér. Hann
komst út, lagðist á heila hnéð, batt afíur hurðina og
drap snjó upp með dyrastafnum, eins og verið hafði áður..