Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 54
152
Alþýðan og bækurnar.
IÐUNN
alþýða ekki les. Öll þessi liila þjóð þarf að vera kjarni,
sem getur korið uppi andlegu menninguna.
Jón Sigurðsson, Vzta-Felli.
Ritsafn Gests Pálssonar
í útgáfu Þorsteins Gíslasonar 1927.
Fyrir eina tíð var það ekki sjaldgæft að heyra menn
tala með hrifni, ást og virðingu um »skáldið sitt«. Og
sérhver átti »skáldið sitt«. Hann eða hún kunni utan-
bókar næstum alt, sem birtist eftir það og var vitnað
óspart í það við öll dagleg störf og atburði. Hver hélt
fram sínu skáldi og næstum trúði á það, að minsta kosti
átti það æðri sess en flestir aðrir spámenn guðs. Vafa-
laust velur hver maður sér það skáldið, sem hann skilur
best og vekur hæsta tóna í hans eigin sál.
Gestur Pálsson hefir verið og er »skáldið mitt«.
Þessari nýju útgáfu hefir verið tekið með fögnuði
miklum af öllum, þótt hún hafi ekki mikil nýindi að
bjóða, önnur en að þetta er heildarútgáfa af verkum
G. P., sem flestir þekkja þó vel áður. En á einum stað
hefir maður samt hvergi eins mikið um og eftir Gest
Pálsson eins og í þessari stór-myndarlegu útgáfu Þorst.
Gíslasonar. Einn af fyrirlestrunum hefir heldur ekki
verið prentaður fyr. Hér er og ritgerð um G. P. eftir
Einar skáld Kvaran, sem hefir verið svo heppinn að
vera vinur G. P., og virðist hafa skilið hann vel og