Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 65
IÐUNN
Frádráttur.
163
þeim, sem bezt mældust, tíu, sem mest hafÖi farið fram
í stafsetningu á árinu og tíu, sem lakast höfðu mælst.
Eyðublöð með fjölda spuringa voru send þessum skól-
um til þess að grenslast um, hvaða aðferðir væru not-
aðar á hverjum stað, hve löngum tíma varið til staf-
setningar o. s. frv.
Það, sem kom einna greinilegast í ljós, var, að þeir
skólarnir, sem bezt mældust, höfðu haft langtum meiri
fjölbreytni í aðferðum.
Tíminn, sem. varið hafði verið, var svipaður, að meðal-
tali 80—90 mínútur á viku, sem skift var á 4—5 daga.
Framförin virtist meira komin undir því, hvernig tíman-
um var varið heldur en því, hve langur hann var.
Stafsetningarorðabók hafði verið notuð langtum meira
af nemendum þeirra skóla, sem bezt mældust. I þeim
skólum höfðu mælingar verið notaðar meira en helmingi
meira en hinum. Þar höfðu börnin vanist því, að bera
frammistöðu sína saman við ákvæðismark deildarinnar,
sem þau voru í, og mæla þannig framför sína. Kenn-
ararnir í þessum skólum höfðu yfirleitt notað þá aðferð,
að grenslast eftir því með skriflegum prófum, hver orð
væru ný og erfið fyrir börnin og kenna þau, taka fá
fyrir í einu og æfa til hlítar, bæta stöðugt við en æfa
annað slagið það, sem áður var lært. í þessum skólum
hafði langtum meira verið gert til þess að auka áhuga
nemendanna með leikjum, kappþrautum og hlutfalls-
myndum til að sýna framför hvers nemanda.
Fjölmörg atriði komu í ljós við þessa rannsókn, en
þessi sýndu öðru fremur áberandi mismun á aðferðum
skólanna.
Ekki þykir það tryggilegt, að ábyrgjast neitt um niður-
stöðu slíkra rannsókna, fyr en margar tilraunir hníga í
sömu átt.