Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 88
186
Ritsjá.
IÐUNN
Svo kemur önnur deild verksins, með lesköflum (170 bls.) úr
fornnorðrænu máli. Þar eru vestnorðrænir kaflar úr allmörgum rit-
verkum. Svo koma fáeinar glepsur úr austnorðrænum ritum. Höf.
segir að flesta leskaflana verði að taka úr íslenzkum ritum, því að
þar sé um auðgastan garð að gresja, en samt sé vlðar um forn-
norðrænt mál og bókmentir að tala en á Islandi og Englendingar
þurfi að muna það, að norðrænu áhrifin á enskuna séu austnorð-
ræn (og norsk) en eigi íslenzk. Þetta er víst rétf, en þó ber að
líta rækilega á það, að á þeirri tíð sem áhrifin stafa frá (= vík-
ingaöldinni), er næsta torvelt að benda á nokkurn verulegan mun
á austurnorðrænu og vesturnorðrænu, eflir rúnaristum o. fl. að
dæma. Við málfræðina hefi ég fátt að athuga.
Þriðja deildin er stutt málfræði ásamt all-löngu orðasafni. Ein-
stöku gáleysisvillur finnast, en þó svo fáar og smáar, að ég hirði
eigi að nefna þær. Höf. hagar rithætti bæði í málfræðinni og í íslenzku
lesköflunum eftir þeirri samræmingu, sem nú tíðkast mest áfornritum
og kveðst miða við tímabil sígildu bókmentanna (1150—1350), en
ritháttur sé þó aðallega tengdur við 1250. Samkvæmt almennustu
tizku greinir höf. eigi á frá g né e frá q. En þar á móti greinir
hann rækilega o frá q og œ frá æ. Sömuleiðis hefir hann ð f. d
í þátíð sagna (= talði) og sk f. z eöa st í miðmynd (= kallask).
En þarna er mótsögn, því að milli 1210 og 1240 féllu á og ý og
líka e og q að sönnu saman, en á algert sama tíma rugluðust hin
atriðin saman, svo að þetta var alt umbreytt 1250. Þar er því
seilzt aftur á bak í sumu, en ekki í sumu. Gullaldarskeið íslenzka
málsins og frumlegrar bókagerðar var einmitt frá 1140—1240, og
við það eða miðju þess (1190) ætti fornrita samræmingin að halda
sér, ef nokkur viturleg samkvæmni væri í henni hjá útgefendum.
Þar á móti eru langflest eftirrit frá tímanum 1250 1370 með
ýmiskonar samsteypum og viðaukum sagnanna, en fált reglulegra
frumrita. Frá eldri tíð eru nú helzt til ýmis ágæt handritabrot af
frumbókunum. Þess vegna er það fráleit villa að miða forníslenzka
samræmisstafsetning við eflirritatímabilið, þegar sérstakt íslenzkt
miðaldarmál og bókstöfun var að koma og komið í stað hins
fornnorðræna málfars, sem íslenzka frumritatímabilið sýnir svo
furðu vel. Það er annars næsta óviðfeldið, að málfræðingar skuli
vera að leggja kapp á að greina sundur q og o o. s. frv., en líta
ekki við sundurgreining á e og q þar sem þó samruninn í báðum
tilfellum gerðist alveg á sama tíma. Sama má segja um sundur-