Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 42
140
3379 dagar úr lífi mínu.
IÐUNN
vinna bug á andvökunni. Það hefir gefist mér betur en
himneskar meditationir í gyltum og grænum ljósum.
Oft og einatt hrekk ég upp úr fasta svefni seinna
hluta nætur, upptendraður af fossandi eldmóði, sem
lemur mig til að grípa penna og pappír og uppbyrja
eitt vemmilegt skrífirí, rétt eins og innan í mér hamist
ósýnilegur andi, guð eða djöfull, færandi mínum svefn-
þrungna heila úttroðna pinkla af allskonar hugmyndum
og inspiratiónum. Og í bljúgleik lítilmagnans er hönd
mín neydd til að hlýða þessum miskunnarlausa harðsfjóra,
sem þeytir pennanum eftir pappírnum í tvær til þrjár
klukkustundir. —
í Edinborg las ég fyrst um SAT. Samstundis óskaði
ég upptöku í þann félagsskap og gerðist áskrifandi að
Sennaciulo og Sennacieca Revuo. Ég er þjóðleysingi frá
hvirfli til ilja, jafnvel alheimssinni (universano). Alls staðar
þar, sem sól skín og gras grær, er heimkynni mitt. Is-
lendingar eru yfirleitt alþjóðlega sinnaðir. En hér eru
fáir esperantistar, og þess vegna hafa aðeins þrír íslend-
ingar gengið í SAT. Á síðustu tímum hefir þó esperantó
rutt sér hér töluvert til rúms. Og ég trúi, að í framtíðinni
verði margir landar mínir félagsmenn í SAT, sérstaklega
ef félaginu hepnast að gefa út fræðandi og skemtilega
skrifuð blöð og tímarit og bækur, sem hafa bókmenta-
legt gildi.
Of mörg esperantóblöð og bækur eru því miður ekki
eins vel rituð og vera bæri. Mér virðist jafnvel, að til-
tölulega fáir esperantistar, að meistaranum Zamenhof og
nokkrum öðrum snillingum fráskildum, riti esperantó
verulega skemtilega. Margir af rithöfundum vorum skrifa
stirðlega, þunglamalega og óskýrt. Margir fremja þá synd
gegn lögum listarinnar, að hrúga saman í eitt orð of
mörgum orðstofnum. Það gerir orðin löng, þunglamaleg