Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 79
IÐUNN
Þjófurinn.
177
þótti jafnvel ekki loku fyrir það skotið, að hann kæmi
með nokkru fleiri net í bátnum sínum, en hann fór með.
Gísli var vanur að segja, að allir ættu jafnt það, sem í
sjónum væri.
Annars var bátur Gísla stolinn, gott fjögurra manna
far. Hann hafði séð hann við bryggjuna í kaupstaðnum
eitt sinn, er hann var þar staddur, litist forkunnarvel á
farið, en vanhagaði um bát. Hann náði í skyndi í pjönk-
ur sínar, bar þær í bátinn þegar rökkva tók, og Iagði
af stað heim, einn, 6 klukkustunda ferð. Eigandi bátsins
sá hann aldrei framar
Sigríður, kona Gísla, tignaði hann og tilbað. Og aldrei
brosti hún blíðar til manns síns en þegar hann kom
heim með eitthvað, sem hann kallaði »happafund«. En
það þóttust menn hafa fyrir satt, að aldrei hnuplaði hún
sjálf. —
Þjófnaðarferðir eru ekki altaf teknar út með sældinni,
fremur en aðrir aðdrættir. A því fékk Gísli að kenna
eitt sinn.
Það var á góunni síðasta árið, sem Gísli var í kof-
anum. Vetur hafði verið harður og snjóasamur mjög.
Gísli var orðinn heyþrota fyrir þær fáu skepnur, sem
hann átti. Þær höfðu lifað um tíma á þangi og beina-
rusli. En Gísli var skepnuvinur og þótti sárt að kindur
hans liðu.
A næsta bæ bjó gildur bóndi, skepnumargur en hey-
sterkur. Hann hafði neitað Gísla um hey nokkrum sinn-
um, en lofað honum tuggu, ef alt um þryti. En Gísla
leiddist að bíða.
Eina nóttina fór Gísli af stað með poka undir hend-
inni og stefndi til nágrannabæjarins. Hann fór hægt og
rólega, var alvarlegur og hugsandi, eins og væri hann