Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 83
IÐUNN
Þjófurinn.
181
Þegar Gísli hafði lokið að segja frá draumnum, varð
þögn um stund. Að lokum spurði hann:
— Haldið þér, að þessi draumur sé markleysa, séra
Kristinn?
— Það er hann áreiðanlega ekki, mælti prestur.
Drottinn vor hefir nú aðvarað þig. Þú veizt nú, hvert
stefnt hefir með þig og hvers þú hefir mátt vænta. Eg
ætla ekki að bæta neinu við drauminn. Farir þú ekki
eftir orðum Krists, þá geri ég mér ekki von um, að þú
látir að mínum.
Gísli varð þungt hugsandi um stund. Hann sá það,
að þó að hann hefði heitið þessu í draumnum, þá var
nú það, að hætta að stela, hér um bil sama sem að
hætta að lifa. Hann hafði enga’ aðra atvinnu, háaldraður
maðurinn, bæklaður og þreyttur! Hvað átti að verða um
hann og Sigríði? En maðurinn með geislaljómann? Og
bústaðurinn, sem hann ætti í vændum, ef hann héldi
áfrarn?
Loks mælti hann:
— Eg hefi nú aldrei verið þjófgefinn um æfina, það
er misskilningur hjá frelsaranum, ef hann heldur það.
En ég hefi tekið eitt og annað til handargagns, sem á
vegi mínum varð. En sé það nú orðið synd líka, þá
verð ég líklega að hætta því.
Séra Kristinn grunaði, að Gísli væri ekki jafn ein-
lægur eins og hann lét. En hann sá ekki ástæðu til að
ræða málið lengur. Ef draumurinn ekki dygði til þess
að snúa Gísla frá villu hans vegar, þá mundu engar
prédikanir hafa áhrif.
Gísli lá eftir sem áður, létti ekki né þyngdi. Draum-
urinn varð honum þrotlaust umhugsunarefni. Hann gerði
hann ýmist að markleysu einni eða taldi hann boða
eilífa útskúfun fyrir sál sína.
IDunn XII.
12