Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 68
166
Frádráttur.
IÐUNN
quotient er þekkingareinkunn, deild með viteinkunn. A.
Q. er tala, sem sýnir hve mörg °/o geta barnsins er af
getu meðalbarnsins með jafnmiklu viti). Geta þeirra var
13°/o neðan við ákvæðismörk jafngreindra barna.
Ári síðar voru þessi sömu börn prófuð. Þá var þekk-
ingareinkunn þeirra 142 og afkastaeinkunn þeirra 96,
þrátt fyrir langtum þyngra námsefni. Aukanám þeirra
var margbreytt. Þau gáfu út blað, lásu og rökræddu
úrvals bókmentir, léku sjónleiki, lásu þjóðfélagsfræði og
stofnuðu ýms smá íþróttafélög.
Þau börn voru og greind frá, sem höfðu svo lága
viteinkunn, að auðsjáanlega var ósanngjarnt og óviturlegt
að leggja á þau námsefni meðalgreindra barna. Þessi
börn höfðu áður verið látin sitja eftir í bekkjum og
endurtaka nám, sem þeim var ofvaxið, sér og öllum
aðiljum til tjóns og til ónýtrar fjáreyðslu þar að auki.
Þegar barn var flutt í þessa bekki, fylgdi því venju-
lega sorgarsaga þess. Því hafði mistekist alt viðvíkjandi
náminu. Það hafði fallið í gegn, setið eftir, verið neðst
o. s. frv. Það fyrsta, sem kennarinn reyndi, var að
hjálpa því til að fá traust á sér, sem venjulega var búið
að gereyðileggja. Því var fengið námsefni við sitt hæfi.
Þegar það gat leyst eitthvert verk vel af hendi, fylgdi
því gleði og fullnæging, og smám saman kom traustið
og trúin á eigin getu, en þau eru undirstaða allra þrifa.
Þessum börnum er veitt undanþága frá ýmsu hinu
erfiðara námsefni í lesskrá skólans. Affur á móti stunda
þau öðrum fremur ýmsan iðnað. Þau fá að halda áfram
náminu upp eftir bekkjunum, eins og þeim er eðlilegt,
af því að námsefnið er sniðið eftir gefu þeirra. Þau
sleppa við þá niðurlægingu, sem venjulega fylgir því, að
verða að sitja eftir í bekk og leiðindin af að læra aftur
það sama og árinu áður. Gleði og góður félagsskapur