Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 95
IÐUNN
Rilsjá.
193
vegi unnin. Oftast er það einhver snjöll óg lýsandi líhing, sem
lyftir stöhunni og ljær henni vængi.
Frá því um síðustu aldamót hafa mikil straumhvörf orðið á
lífsháttum og menningu þjóðarinnar. Fornir siðir og menning hefir
sokhið í sæ tímans, gleymst og tapast og forn þjóðnýti til grunna
gengið. Þó er alþýðukveðskapurinn svo lífseigur, að hann helzt
enn við og hefir jafnvel lifnað Yf>r honum á síðustu árum.
Það var því ekki óþarfaverk, er þeir Þorsteinn M. Jónsson
bókaútgefandi á Akureyri og Margeir Jónsson kennari tóku sér
fyrir hendur með útgáfu alþýðuvísnasafns.
Um tvær aðferðir gæti verið að ræða við söfnun slíka, sem sé
að safna vísum nokkurn veginn upp og niður eða taka að eins
úrval vísnanna. Síðari aðferðin hefir hér verið valin. Nú á síðastl.
ári komu „Stuðlamál" II. í þessu hefti eru vísur eftir tuttugu höf.
Ekki er það neinum vafa bundið, að meiri hluti vísnanna er
Iaglega gerður og sumt mætavel. Hitt verður ávalt álitamál, hvað
beri að taka og hverju beri að hafna. En að mínum dómi hefðu
sumir höfundar ekki átt að eiga sæti á þessu ljóðaþingi, og margar
vísur eftir aðra eiga þar ekki heima. Styrkist sú skoðun mín líka
af því, að safnandi hefir gelið þess, að hér eigi sérstaklega að
vanda til. Snjöllust á þessu Ijóðaþingi tel ég þau: Baldvin Hall-
dórsson, Valdimar Benónýsson, Ólínu Jónasdóttur og Hjálmar Þor-
steinsson. Margt er og gott hjá Hannesi Jónassyni. Eigi að síður
eru margar mætavel kveðnar vísur hjá fleirum. Hún er t. d. nógu
lýsandi vísan sú arna eftir Baldvin:
Hristast eikur, hníga strá;
hríðin sleikir gljána.
Kólgu- leika -klærnar á
kinnableikum mána.
Er ekki sem maður sjái tunglið gægjast fram úr skýjarofinu?
Hjá Valdimar vil ég einkum benda á vísnaflokkana „Heyannir"
og „í heiðagöngum":
Burstir grafnar blikar á,
byljum skafnar kaldra daga.
Rökkurstafna rúnum frá
raknar nafn og alda saga.
Vísur Olínu eru margar hugljúfar og lýsa djúpri viðkvæmni:
Von í barmi byltir sér
bæld á harmadögum.