Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 24
122
Rúm og tími.
IÐUNN
aðrar áttir, þá virtist líklega himindjúpið alveg dimt,
nema hvað á stöku stað sæjust daufar enn minni slæð-
ur, sem eru fjarlæg stjörnuveldi, hliðstæð því, sem um-
lykur oss.
Sjónaukinn mundi þó skýra betur margt, sem væri
þar myrkrum hulið, því héðan frá jörðu sjást með til-
styrk hans alt að því miljón stjörnuvelda eða fjarlægra
Vetrarbrauta, og mundu þau vafalaust eigi síður sjást
af þessum stað.
En eigi værum vér þó neinu nær um mikilleika sköp-
unarverksins. Vér höfum aðeins óljósa hugmynd um
stærð og skipulag Vetrarbrautar þeirrar, sem vér búum
í, og langt úti í rúminu vitum vér af legiónum sólna-
sveipa, áþekkum henni að ýmsu leyti, en niðurskipun
þeirra í alheimsvíddinni og víðáttu alla, höfum vér enga
hugmynd um.
Sköpunarverkið er takmarkað. Skoðanir þessar
eru þess eðlis, að önnur er rjeft en önnur röng. Má því
teljast undur mikið, að báðar virðast þó styðjast við rök,
og skal nú lítið eitt vikið að þeim.
Teljum þá fyrst, að efnið í geimnum sé takmarkalaust
að vöxtum og þyngd — tala hnatta takmarkalaus og
þungi þeirra allra saman óendanlega mikill. Virðist oss
í fljótu bragði eigi hægt að neita því, að heimurinn geti
verið svo, þó eigi geti heitið ljóst, hvað átt er við með
þvílíkum orðum, því eigi nær vitund manna til óendan-
leikans í einu né neinu.
En stærðfræðingar, margir hverjir, neita þessu og segja
eitthvað á þá leið: að eigi geti efnið í geimnum haft
óendanlega þyngd, því að þá mundu liggja ótal kraft-
línur gegnum einn punkt. Víðfrægir menn svo sem C.
Neumann og H. Seeleger telja þetta fara í bága við