Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 51
IÐUNN
Alþýðan og bækurnar.
149
sterkl og karlmannlega. Gömlu, lífsreyndu skáldin okkar
kveða af djúpi hjartans. »Líkt og út úr ofni, æpi stiknað
hjarta* yrkir Matthías sorgarljóð og trúarljóð. Hannes
Hafstein er jafn-þróttmikill, djúpur og sannur, jafn-karl-
mannlegur í gleði og sorg.
Fyrir nokkrum árum gaf eitt kiljanska skáldið út ljóða-
bók. Nafn höfundar er mér gleymt. Og bókin verður
þjóðinni að eilífu gleymd og grafin, öll, nema ein setn-
ing, sem lifir af því, að hún er líklega hið eina sanna
í bókinni. Setningin er: »Mér fanst ég finna til*.
Kiljönsku skáldin fremja andlegt sjálfsmorð með því
að vilja ekkert gera annað en að semja skáldrit. Þau
Yfirgefa mörg skólanámið, en hitt er verra, að þau yfir-
Sefa námið í skóla lífsins. Þau lifa aldrei með fólkinu,
er þau ætla að lýsa. Þau læra aldrei að skilja starfs-
nianninn, hvorki verkamanninn, bóndann eða námsmann-
inn. Þau lýsa ekki því, sem eyrun heyra, augun sjá eða
hjartað finnur, heldur því, sem þeim »finst« þau »finna«
í bókum og erlendum »ismum«. Þess vegna verða
skáldsögur þeirra eins og nýjustu málverk Kjarvals,
ónáttúrleg og óskiljanleg öllum almenningi. Þeir lýsa
náttúru, sem þeir hafa aldrei orðið hrifnir af, skapbrigð-
nm, er aldrei hafa snert þá. Aldrei hafa þessir gilda-
skálagestir þekt starf né þreytu, ást eða hatur, sorg né
sleði, er tæki allan hug þeirra fanginn, Þeir hafa aldrei
bfað karlmannlegu, þróttmiklu starfslífi. Þess vegna geta
þeir aldrei orkt kvæði af alefling krafta sinna og gleði-
nióði hrifningarinnar. Skáldskap þeirra vantar raunveru-
'eik lífsins, vantar sannleiksgildið. Við lesendurnir heyr-
um ekki stóran anda, er finnur til gleði og hrygðar af
óýpsta hjartans grunni. Við heyrum kjökra hálfan mann,
sem »finst hann finna til«.
Hin kiljönsku skáldrit verða efnislaus og karlmensku-
löunn XII. 10