Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 47
IÐUNN
Alþýðan og bækurnar.
145
Það er sagt að undirrót snildarinnar í kvæðum Hóm-
ers sé undrunin og fögnuðurinn.
Snildin í bókmentum okkar Islendinga er af sömu
rótum runnin. Þær Ijóma allar af fögnuði þess, sem
daglega má starfa að erfiðri lífsönn, en grípur fegins-
hugar hverja næðisstund til að yrkja undralönd sinna
hugðarefna. Þessi fögnuður kemur þegar fram hjá elzta
stórskáldi okkar Islendinga, bóndanum, kaupmanninum,
víkingnum og skáldinu Agli Skallagrímssyni. Þegar
raunir lífsins grípa hann hörðustum lökum, lofar hann
sinn guð fyrir að hafa gefið sér skáldskapinn í bölva-
bætur. Fögnuðurinn kemur fram í stíl Snorra. Fræða-
iðkanir hans eru honum feginsgjöf, hvíld frá umsvifum
höfðingjans og stórbóndans. Fjölbreytni lífs hans gefur
anda hans vængi, máli hans þrótt. í innibyrgðum klaust-
urklefa hefði stíll hans orðið dimmur, fjörlaus og kaldur.
Það er auðfundin sama undiralda fagnaðarins hjá hin-
um óþektu höfundum fornsagnanna. Þær eru ritaðar af
mönnum, er hafa nauman tíma og grípa fagnandi hverja
næðisstund. Stíllinn er stuttur, efnið samanþjappað,
mótað löngu áður í huganum um langa daga erfiðra
anna.
»Hallgrímur kvað í heljarnauðum, heilaga glóð« o. s. frv.
segir Matthías. Flestir íslenzkir snillingar hafa þroskað og
glætt sína helgu glóð í heljarnauðum annríkis og örð-
ugleika. Sami fögnuðurinn, sem ljómar af kvæðum Egils
og sögum Snorra, kastar enn birtu yfir kvæði Matthíasar
og St. G. St. og Mannkynssögu Páls Melsteðs.
Hinir einu íslenzku rithöfundar á 19. öld, sem hafa
mátt gefa sig alla að ritum sínum, eru Hafnar-Islend-
ingarnir Bogi Melsteð, Þorvaldur Thoroddsen og Finn>'r
]ónsson. Þreytan er auðsæ á stíl þeirra. Hann er lang-
dreginn, fjörlaus og fagnaðarlaus. Þeir hafa ritað sam-