Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 66
164
Frádráttur.
IÐUNN
En svo má segja um niðurstöðuatriðin, sem nefnd
voru hér að framan. Svipaðar ályktanir hafa verið
dregnar af mörgum rannsóknum á ýmsum stöðum.
Af þessum rannsóknum virðist mega vænta þess, að
með hjálp þeirra fari náms- og kensluaðferðir stöðugt
batnandi.
Það er ekki aðeins, að þær bregði ljósi yf>r sildi
kensluaðferða alment. I hverri skólastofu eru þær það,
sem sjókort og áttaviti er skipum. Þær sýna ástand
nemenda og bekkja að vitsmunum og þekkingu. Skóla-
ráðunauturinn bendir kennaranum oft á að ýms atriði séu
fulllærð, svo að óþarft sé að eyða tíma til þeirra að svo
komnu, önnur atriði hafa aftur orðið útundan o. s. frv.
Aðkomumaður með reynslu og sérfræði getur oft bent
á ýms ráð til bóta, sem dulist hefðu kennaranum, vegna
anna hans og vanafestu. Það var t. d. siður ráðunaut-
anna að greina þau börn frá, sem þrátt fyrir meðal-
greind, samkvæmt vitprófum, voru ekki fulllæs effir
tveggja ára nám. Það kom í ljós, að langflest þessara
barna höfðu yíirgnæfandi þreifiminni, en heyrnar- og
sjónarminni á lágu stigi. Væri skólinn mjög stór, mátti
mynda smádeild fyrir þessi börn, annars voru þau sam-
einuð úr mörgúm skólum. Þeim voru fengnir kennarar,
sem kunnu sérstakar aðferðir við þeirra hæfi. Mest var
notuð sú aðferð að láta þau skrifa á veggtöflu og lesa
hvert atkvæði um leið. Það, sem þau sáu og heyrðu,
mótaðist ekki í vitundinni og gleymdist, en þegar þreif-
ingin kom til hjálpar, festust hljóð og hljóðtákn í minni,
svo að þau urðu furðu fljótt læs.
Hér er því miður ekki rúm til þess að lýsa beinum
áhrifum mælinga á kenslu. Það yrði of langt mál, því
að þau eru mikil og margháttuð, hvort sem mælingin
er framkvæmd af kennara eða ráðunaub