Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 78

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1928, Blaðsíða 78
176 Þjófurinn. IÐUNN snúast við þvílíkri kröfu. Hann horfði forviða og ráðþrota á kaupmanninn. Þá snaraði kaupmaður sér fram fyrir borðið og hrifsaði hvern hnífinn á fætur öðrum upp úr vösum Gísla. Hann stóð á meðan eins og væri hann gróinn við gólfið. Þegar kaupmaðurinn hafði tæmt vasana, hratt hann Gísla út úr búðinni og skelti í lás. Gísli stóð um stund úti fyrir dyrunum og hugsaði ráð sitt. Gekk svo inn í næstu búð. Nú var hann reyndari. Hann athugaði grandgæfilega allar dyr, en sá ekki glugga í neinni þeirra. Nú fór hann varlega að öllu. Hann kom út með peningabuddu og vasaklút. Þegar Gísli fór að sýna kaupskap sinn heima, þótti mönnum hann hafa farið furðu sparlega með peninga sína. Húsbóndi hans hafði fengið honum 10 krónur. Hann kom með 5 aftur — en auk þeirra æðimarga hnífa, stóra og smáa, vasaklúta, mesta fjölda, peninga- buddur, vasaspegla, hárgreiður, munnhörpur og margt fleira. Líklega gerði Gísli aldrei annað eins glappaskot eins og að sýna þetta alt. Eftir þetta varð hann grun- samlegur. Og ný atvik fluttu mönnum vissuna. II. Þegar Gísli varð fulltíða maður, kvongaðist hann og fluttist á strjálbygðan útkjálka, í kofa, sem hann bygði sjálfur, því hann var lagtækur. Það flaug fyrir, að kofinn væri allur stolinn. Gísla leið þarna sæmilega. Hann vann mikið og var ótrúlega fengsæll á ýmislegt, sem hverju heimili er betra að hafa en ekki. A vorin stundaði hann mikið hrogn- kelsaveiðar og aflaði gífurlega jafnan. En það vildi verða strjált í sumum nelum, sem urðu á leið hans; og það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.